YouOS: Vefrænt stýrikerfi

YouOS er "stýrkerfi" sem keyrir í vefrápara. Það er nú kannski ekki beint stýrikerfi í orðsins fyllstu merkingu þar sem það er ekki að "stýra" búnaðinum í tölvunni. En þetta er myndrænt viðmót sem býður upp á aðgang að skjalakerfi og ýmsum forritum. Ég man eftir að hafa rekist á þetta fyrir nokkru og þá var þetta ekki nothæft, bara sniðug hugmynd. En svo virðast þeir hafa verið duglegir sem standa að baki verkefninu því þeir eru komnir með útgáfu sem má prófa. Ég prófaði í Safari á makkanum mínum og gat keyrt þetta upp og prófað nokkur forrit. Ekki virkaði allt sem skyldi og ráparinn drap á sér á endanum en ég var hrifinn af því sem gekk. Ég prófaði líka með Firefox (v. 1.5.0.1) en af einhverjum ástæðum lenti ég alltaf aftur á heimasíðunni þegar ég reyndi að keyra prufuna á stýrikerfinu (þyrfti kannski að uppfæra Firefox og prófa aftur). En mér finnst þetta samt skemmtilegt framtak og maður getur vel hugsað sér hvernig þetta gæti nýst í framtíðinni. T.d. að setja upp eldri tölvu, eða einfalda og ódýra, með algjörlega strípað stýrikerfi, bara sem þarf til að fara á netið og keyra rápara. Og hugsa sér svo að nota þetta með forritum Google... Maður er nánast kominn með allt sem þarf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ég er að skrifa athugasemd úr YouBrowser í YouOS. Ég er svolítið að digga þetta.

Tryggvi Thayer, 9.7.2006 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband