Hvað er Google að pæla?

Google hefur verið að kaupa upp alls kyns fyrirtæki undanfarin ár og manni finnst þeir kynna nýja þjónustu næstum því daglega. Fyrst var það tölvupóstur, svo gervihnattamyndir, svo hugbúnaður og nú síðast er það vefgreiðsluþjónusta (og þetta er ekki nærri allt). Það er því ekki að furða að margir eru að velta fyrir sér hvert fyrirtækið stefnir eiginlega. Er þetta vefleitarfyrirtæki, netþjónustuaðili, hugbúnaðarfyrirtæki, vefverslun, eða hvað? Svarið hefur reyndar legið á vef Google nokkuð lengi þó það sé ekki beint auðfinnanlegt. Þið sjáið það hér. En í alvörunni, án gríns, er þetta nokkuð svo galið þegar lesið er milli línanna? Horfið svo á þetta (horfið alveg til enda til að sjá framtíðarspár, er bara 8 mínútur). Er þetta ennþá svo galið?

Skömmu eftir að ég skrifa þetta lenti ég óvænt á þessu. Spúkí þegar svona gerist.

[bætt við 03.07.06] Svo rakst ég á þetta í dag: Google's online empire.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband