4.2.2008 | 23:23
Áhugaverð grein um umræðu um tölvur í skólastarfi
Nýlega birtist mjög áhugaverð grein eftir Hrefnu Arnardóttur í (eða segir maður á) Netlu. Greinin er unnin upp úr meistarastykkinu hennar og ber heitið "Verkfæri, miðill, samskiptatól eða kennari: Hugmyndir um notkun tölvunnar í skólastarfi síðustu 30 ár". Hrefna greinir umræðu um hlutverk tölva í skólastarfi og kemst að þeirri niðurstöðu að dregið hafi verulega úr bjartsýni sem einkenndi umræðuna fyrir 30 árum og að spár um að tölvur myndu gjörbylta skólastarfi hafi ekki ræst.
Það er margt í umræðu undanfarinna 30 ára sem er sérstaklega athyglisvert. T.d. að frá upphafi umræðunnar og alveg fram undir lok 20 aldar lögðu margir áherslu á nauðsyn þess að nemendum væri kennt undirstöðuatriði forritunar og vitnar Hrefna í Aðalnámsskrá framhaldsskóla frá 1999 þar sem segir, Hrefna segir í tengslum við þetta að, Hún vitnar líka í Jón Torfa Jónasson, sem taldi mikilvægt að kennarar gætu breytt forritum sem þeir notuðu í sínu kennslustarfi. Hrefna segir slíkar pælingar skiljanlegar þegar tölvur voru enn nýjar en virðist halda að það tilheyri liðinni tíð. En með vaxandi útbreiðslu opins hugbúnaðar er spurning hvort þetta eigi ekki erindi í umræðuna aftur í dag?
Hrefna virðist hafa farið svolítið á mis við þátt hugsmíðahyggju (e. constructivism) í þróun hugmynda um notkun tölvu í skólastarfi. Hún fjallar um Logo forritunarmál Seymour Paperts sem ætlað var að kenna m.a. hugtök og reglur sem voru ekki endilega tengd tölvum og segir svo, Þetta er ekki alveg rétt hjá Hrefnu. Fyrir það fyrsta var hugmyndafræði Paperts, sem hann kallaði "constructionism", í raun hans útfærsla á hugsmíðahyggju og var hann mjög meðvitaður um tengslin þar á milli (það má nefna að Papert er helsti hugmyndafræðingurinn á bak við OLPC verkefnið). Svo má líka segja að hugsmíðahyggja hafi verið einn hornsteinn þróun hugmynda um notkun tölva í skólastarfi allar götur síðan (annar hornsteinn er auðvitað sá sem hafnar algjörlega hugsmíðahyggjunni þannig að það er allur gangur á þessu). Hrefna hefði kannski mátt kynna sér betur verk Paperts, Jonassen, Driscoll og Resnick - allt stór nöfn í "instructional design" og "learning technology" og allir nokkuð dedikeraðir hugsmíðahyggjusinnar.
Annað sem Hrefna hefði mátt koma inn á, en er kannski svolítið fyrir utan efnið, eru áhrif sem aukin upplýsingatækni hefur haft á skilningi á - og viðhorfi til þess - "að læra". Þótt tölvur hafi ekki haft þau áhrif á kennslu og skólastarf sem spáð hefur verið í gegnum tíðina er augljóst að skólar þurfa í vaxandi mæli að bregðast við nemendum sem hafa alist upp með öflugri upplýsingatækni en þekktist fyrir rétt rúmum áratug og stóraukið flæði upplýsinga. Þetta eru nemendur sem virðast hafa allt aðrar hugmyndir um hvað það er að læra og til hvers við lærum en nemendur höfðu áður fyrr. Ef þetta er ekki að hafa víðtæk áhrif á skólastarf þá þarf að fara að endurskoða skólastarfið.
Að lokum verð ég að minnast á myndræna framsetningu Hrefnu á gögnum hennar. Hún setur upp töflur þar sem umræðuefni er í röðum og ár í dálkum og notar síðan mislita og misstóra þríhyrninga til að sýna hversu mikið hvert umræðuefni er í umræðunni hverju sinni. Þetta er sérlega áhrifarík framsetning og gefur lesandanum góða yfirsýn yfir breytingar á umræðunni yfir tímabilið sem hún greinir. Ef fólk hefur ekki tíma til að lesa alla greinina fæst heilmikið úr því að skoða bara töflurnar.
Það er margt í umræðu undanfarinna 30 ára sem er sérstaklega athyglisvert. T.d. að frá upphafi umræðunnar og alveg fram undir lok 20 aldar lögðu margir áherslu á nauðsyn þess að nemendum væri kennt undirstöðuatriði forritunar og vitnar Hrefna í Aðalnámsskrá framhaldsskóla frá 1999 þar sem segir,
Kunnátta í forritun er þannig undirstaða þess að notendur geti nýtt sér almennan hugbúnað til hins ýtrasta.
Þetta var líklega mun mikilvægara á upphafsárunum þar sem bæði var mögulegt og oft nauðsynlegt að breyta forritum og aðlaga þau aðstæðum hverju sinni.
Hrefna virðist hafa farið svolítið á mis við þátt hugsmíðahyggju (e. constructivism) í þróun hugmynda um notkun tölvu í skólastarfi. Hún fjallar um Logo forritunarmál Seymour Paperts sem ætlað var að kenna m.a. hugtök og reglur sem voru ekki endilega tengd tölvum og segir svo,
Þessar hugmyndir minna um margt á hugsmíðahyggju sem virðist eiga mikinn hljómgrunn um þessar mundir. Það er þó eftirtektarvert að hugmyndir um að nýta tölvur í anda hugsmíðahyggjunnar heyrast mjög lítið eða alls ekki í dag þrátt fyrir að ýmsir hafi séð slíka notkun fyrir sér á upphafsárunum.
Annað sem Hrefna hefði mátt koma inn á, en er kannski svolítið fyrir utan efnið, eru áhrif sem aukin upplýsingatækni hefur haft á skilningi á - og viðhorfi til þess - "að læra". Þótt tölvur hafi ekki haft þau áhrif á kennslu og skólastarf sem spáð hefur verið í gegnum tíðina er augljóst að skólar þurfa í vaxandi mæli að bregðast við nemendum sem hafa alist upp með öflugri upplýsingatækni en þekktist fyrir rétt rúmum áratug og stóraukið flæði upplýsinga. Þetta eru nemendur sem virðast hafa allt aðrar hugmyndir um hvað það er að læra og til hvers við lærum en nemendur höfðu áður fyrr. Ef þetta er ekki að hafa víðtæk áhrif á skólastarf þá þarf að fara að endurskoða skólastarfið.
Að lokum verð ég að minnast á myndræna framsetningu Hrefnu á gögnum hennar. Hún setur upp töflur þar sem umræðuefni er í röðum og ár í dálkum og notar síðan mislita og misstóra þríhyrninga til að sýna hversu mikið hvert umræðuefni er í umræðunni hverju sinni. Þetta er sérlega áhrifarík framsetning og gefur lesandanum góða yfirsýn yfir breytingar á umræðunni yfir tímabilið sem hún greinir. Ef fólk hefur ekki tíma til að lesa alla greinina fæst heilmikið úr því að skoða bara töflurnar.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt 19.2.2008 kl. 13:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.