3.11.2014 | 11:39
Fylgstu með framtíðinni - við vitum meira en margir halda
- Áherslur aðila sem veita styrki til tækniþróunar og verkefni sem tæknifyrirtæki, verkfræðingar og tölvufræðingar eru að fást við hverju sinni.
- Neysluvenjur og vilji neytenda.
- Skapandi hugmyndir um mögulega tækniþróun sem birtist í myndlist, kvikmyndum, skáldsögum og þess háttar.
- Kurzweilai.net: Þetta er vefur Ray Kurzweil sem er líklega með þekktustu framtíðarfræðingum heims um þessar mundir. Kurzweil er með öflugt lið sem fæst við að greina upplýsingar um tækniþróun og eru margar niðurstöður settar fram á aðgengilegu formi á þessum vef.
- Sutura.io: Þetta er tiltölulega nýr vefur þar sem hægt er að nálgast vikuleg yfirlit yfir fréttnæma viðburði úr heimi tækni, vísinda og fleira. Ég er ekki viss hver stendur á bak við þennan vef en held að það sé einn Alex Klokus, frumkvöðull sem starfar í New York borg. Þessi vikulegu yfirlit hófu að birtast fyrir nokkru á Futurology þræðinum á samfélagsvefnum Reddit en auðveldara er að nálgast ný og eldri yfirlit á þessum vef.
- TED: Þennan vef þekkja líklega margir. TED stendur fyrir Technology, Entertainment, Design en efni sem kynnt er á margfrægum TED ráðstefnum nær yfir töluvert breiðara svið en titillinn gefur til kynna. Mörg TED erindi fjalla um það nýjasta sem er að gerast í heimi vísinda og tækni og hvaða áhrif tækni- og vísindaleg þróun getur haft á samfélag og umhverfi til skemmri og lengri tíma litið.
- Omni Reboot: Omni Reboot er tilraun til að endurlífga hið merka tímarit Omni sem var gefið út á árunum 1978-1995. Tímaritið þótti sérstakt fyrir áhugaverða blöndu efnis úr heimi vísinda og vísindaskáldskapar. Framtíðarmiðaður vísindaskáldskapur er ekki síður gagnleg upplýsingaauðlind fyrir framtíðarfræðinga en vísindin sjálf vegna þess að þar eru oft settar fram hugmyndir um mögulega framtíð á áhrifaríkan og lifandi hátt. Mörg dæmi eru um það að tækninýjung eigi rætur að rekja til þess að einhver með tækniþekkingu heillaðist af möguleikum sem lýstir voru í vísindaskáldsögu eða kvikmynd. Fyrsti farsíminn er eitt þekktasta dæmið um slíkt. Martin Cooper, sem stýrði þróun farsímans, hefur margoft sagt frá því að hann sótti innblástur í upphaflegu Star Trek þáttaröðina.
Menntun og skóli | Breytt 4.11.2014 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2014 | 11:16
Nei ráðherra, Bandarísk yfirvöld áætla ekki fangelsisrými út frá einkunnum 4. bekkinga í læsi
9.9.2014 | 10:23
Illa upplýstar fréttir um tæknimál eru óþarflega villandi
iPhone gæti komið í stað greiðslukorta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2014 | 11:25
Er þetta sniðugt? Um PISA niðurstöður einstakra skóla
Borgaskóli stóð sig best í PISA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 10.12.2016 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2014 | 11:11
Ný gjaldskrá Símans = aukinn kostnaður fyrir kennara og nemendur
Síminn hyggst rukka fyrir alla notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2014 | 10:21
Samfélagsmiðlar og nám
Glærur úr málstofu sem ég samstýrði með Arthur Harkins í Háskólanum í Minnesóta 2010 og hef oft notað í kennslu síðan. Vaxandi umræða er um notkun samfélagsmiðla í námi og kennslu. Það sem ég vil sérstaklega benda á hér er að hugtakið "samfélagsmiðlar" e.o. við notum það er nokkuð margþætt. Við notum það gjarnan til að vísa til samfélagsmiðla, samfélagsvefja, samfélagstóla o.s.frv.
Menntun og skóli | Breytt 12.6.2015 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2014 | 11:05
Okkur vantar framtíðarflokk í íslensk stjórnmál
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.4.2014 | 10:08
Kunnum við nógu vel á framtíðina?
- Flestum reynist erfitt að hugsa lengra en 5 ár fram í tímann nema þá í rótgrónum staðalmyndum.
- Framtíðarsýn byggir oftar en ekki á ímynduðum stöðugleika, það er að segja að jafnvel þegar við hugsum 5 ár fram í tímann eða lengra endurspeglar sýnin nútímann án nægilegs tillits til fyrirsjáanlegra breytinga.
- Tiltölulega fáir meðal sérfræðinga, stefnumótenda eða almennings fylgjast nægilega með því sem er að gerast í tækni- og samfélagsþróun hverju sinni til að geta sett fram raunhæfar áætlanir um hvers er að vænta 10-15 ár fram í tímann.
- Huga að því hvernig við ætlum að afla upplýsinga, vinna úr þeim og miðla til þeirra sem þurfa,
- og byggja markvisst upp hæfni þeirra sem koma að, eða hafa áhrif á, ákvarðanatöku til að móta raunhæfa framtíðarsýn sem hægt er að fylgja til lengri tíma.
Menntun og skóli | Breytt 19.6.2014 kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2014 | 10:41
Vandinn við að greina vandamál - í samtíð og framtíð
Dæmi um dúbíus vandamálagreiningu birtist í frásögn á mbl.is í dag þar sem sagt er frá umfjöllun í blaðinu um Reykjavíkurflugvöll. Því er haldið fram þar að lokun flugvallarins í Reykjavík leiði til mikillar hækkunnar á flugfargjöldum innanlands, sem allir vita eru ískyggilega há nú þegar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að málið snýst ekki sérstaklega um Reykjavíkurflugvöll heldur almennt um varaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Eins og er er Reykjavíkurflugvöllur eini varaflugvöllurinn á þessu svæði. Gengið er svo að því vísu að verði Reykjavíkurflugvöllur lokaður verði þar með enginn varaflugvöllur á svæðinu. Það er engan veginn sjálfgefið.Umræða um styttingu náms hefur verið mjög áberandi undanfarið. Menntamálaráðherra hefur meðal annars talað fyrir því að stytta þurfi framhaldsskólann til að sporna við brotthvarfi úr námi. Brotthvarf úr námi hefur verið mikið rannsakað á Íslandi, bæði með langtímarannsóknum og afmarkaðri rannsóknum fræðimanna og framhaldsnema. Mér vitandi hefur aldrei komið neitt fram í þeim rannsóknum sem styður þá fullyrðingu að brotthvarf stafi helst af lengd náms. Ef ætti að fara eftir þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar held ég að það sé nokkuð skýrt hvað þyrfti að gera til að taka á brotthvarfi: það er að auka stuðning við nemendur og gera námið áhugaverðara og skemmtilegra.Nýverið var sagt frá rannsókn sem gerð var fyrir menntamálaráðuneytið um ástæður brotthvarfs. Niðurstaðan eins og hún var tilkynnt í fjölmiðlum var eitthvað á þá leið að þeir nemendur sem falla frá námi mæta illa. Svona umfjöllun vekur bara fleiri spurningar heldur en hún svarar. Raunverulegi vandinn er augljóslega ekki að nemendur mæta ekki heldur þarf að spyrja sig hvers vegna nemendur mæta ekki. Miðað við fyrri rannsóknir er ástæðan líklega að nemendur hafa ekki aðgang að þeim stuðningi sem þeir þurfa og að þeim finnst námið leiðinlegt. Við erum komin aftur á sama stað.Því hefur oft verið varpað fram í umræðu um menntamál að vandi skóla í dag er að nemendur læra ekki eins og þeir eiga að gera. Margar ástæður hafa verið gefnar, m.a. að nemendur eru of uppteknir af öðru, þá skortir einbeitingu, og svo framvegis, en alltaf þannig að það er eitthvað að nemendunum. Ég hef jafnvel lesið greinar þar sem skólafólk sjálft, sem manni finnst að eigi að vita betur, hefur fullyrt þetta. Þarna er verið að varpa vandamáli á einn tiltekinn hóp án ítarlegrar greiningar á raunverulegu stöðunni. Niðurstaðan verður þá á þá leið að til þess að taka á þessum vanda þurfi að breyta nemendum en ekki skólanum.Upplýsingatækni nemenda hefur oft verið sögð trufla skólastarf og þar af leiðandi nauðsynlegt að takmarka notkun hennar. Þetta er sérlega áhugaverð umræða vegna þess að þar er ein tækni af þeim fjölmörgu sem notuð eru í skólastarfi tekin fyrir og metin út frá allt öðrum forsendum en allt hitt (ég nota hér tækni í mjög víðum skilningi - pappír er tækni, blýantur er tækni, skrifborð er tækni, skólastofa er tækni, o.s.frv.). Í höndum nemenda getur blað og blýantur orðið jafn mikil truflun og snjallsími ef þeim leiðist og hafa ekkert uppbyggilegt til að gera við tæknina. Ein leiðin sem komið er í veg fyrir að sum tækni hafi truflandi áhrif er einfaldlega að gefa nemendum eitthvað uppbyggilegt til að gera við hana. Við kennum og hvetjum nemendur til að nota blað og blýant til þess að læra - er verið að gera það sama með upplýsingatæknina? Ef nemendur fengju að nota sína upplýsingatækni til að vinna markvisst úr verkefnum, væru þau þá að nota þau í truflandi tilgangi? Hvað er raunverulega vandamálið hér?Það var einu sinni starfandi aðstoðarskólastjóri í námskeiði sem ég var að kenna þegar ég var við nám í Bandaríkjunum sem sagði mér að cyberbullying (einelti á netinu) væri ekki vandamál í hennar skóla vegna þess að farsímanotkun nemenda er með öllu bönnuð. Þarf ég að segja eitthvað fleira um þetta?
Menntun og skóli | Breytt 12.6.2015 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2014 | 21:12
Íslenskir skólar sem "lærdómssamfélög" eða "lærdómssamfélög"?
Menntun og skóli | Breytt 12.6.2015 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)