21.6.2013 | 11:38
Rit um mikilvægi framtíðarfræða frá NESTA - nýsköpunarstofnun í UK
NESTA er sjálfstæð stofnun í Bretlandi sem hvetur til nýsköpunnar í þágu samfélags, iðnaðar og atvinnulífs - einskonar bresk útgáfa af Nýsköpunarmiðstöð okkar. Þeir voru að senda frá sér þetta áhugaverða rit um mikilvægi framtíðamiðaðar hugsunar sem heitir Don't stop thinking about tomorrow: A modest defence of futurology.
Mjög þörf lesning!
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2013 | 10:54
Vendikennsla - nám sniðið að þörfum nemenda
Menntun og skóli | Breytt 3.2.2017 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 21:37
Tækninýjungar og framtíð menntunar
- aukið aðgengi að alls kyns hlutum vegna þess að það þarf ekki að hugsa um hvernig eigi að koma framleiddum vörum á þá staði þar sem þær verða notaðar
- fýsilegt að setja á markað vörur sem hefðu ekki svarað kostnaði þar sem ekki þarf að taka tillit til framleiðslukostnaðar á vörum sem er gert ráð fyrir að seljist í litlu upplagi
- krefst annarrar hæfni í vöruþróun, sérstaklega þarf hæfni eða innsýn í hönnunarferli
- þarf að huga að sjálfbærni og umhverfislegum þáttum til þess að tryggja að breyttar framleiðsluaðferðir (sem færist á neytandann) leiði ekki til sóunnar og ofnotkunar á takmörkuðum auðlindum
Menntun og skóli | Breytt 12.7.2013 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2013 | 15:58
Höfundarréttur, efnahagskerfið og ábyrgð menntakerfisins
<kaldhæðni>Okkur blöskrar þessi framkoma. Fólk verður að skilja muninn á réttu og röngu. Að stela efni sem þessu [útlit vefsíðu Sjóræningja] á internetinu er ógn við hagkerfi heimsins.</kaldhæðni>
Menntun og skóli | Breytt 18.12.2015 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2013 | 14:44
Mjög áhugaverð keppni í forritun og vélmennahönnun um helgina
Um helgina verður FIRST LEGO League forritunar- og vélmennahönnunarkeppni haldin í Háskólabíói. Þetta er mjög áhugaverð keppni sem hefur verið haldin árlega á Íslandi í nokkuð mörg ár núna þar sem ungt fólk fær tækifæri til að sameina tækniþekkingu og hugvit við að leysa mjög praktísk verkefni.
Í gegnum árin hefur Lego átt þátt í að leiða margt hæfileikaríkt ungt fólk á braut uppfinninga og tækniþróunar. Smá sögulegt ágrip fyrir þá sem ekki þekkja: Lego hóf samstarf við Seymour Papert(frumkvöðull í notkun upplýsingatækni í skólastarfi - bjó til Logo forritunarmál fyrir krakka, kom af stað einni fyrstu stórtæku 1:1 fartölvuvæðingunni í skólum í Maine-fylki í BNA. og margt fleira) fyrir nokkrum áratugum sem leiddi af sér Lego Mindstorms vörulínuna. Það sem gerir Lego Mindstorms vörulínuna sérlega áhugaverða fyrir skólafólk, að vörulínan er hönnuð út frá vel grunduðum pedagógískum pælingum. Lego Mindstorms eru forritanleg Lego sett sem eru notuð til að búa til einföld og lítil vélmenni. Með þessu kynnist ungt fólk forritun, vélmennahönnun, gervigreind, o.s.frv. Lego Mindstorms hefur líka verið notað til kennslu á háskólastigi. Notkun Lego Mindstorms innan skóla jafnt sem utan hefur verið mikið rannsökuð og þykir það mjög heppilegt tæki til að kynna fyrir ungu fólki möguleika nútíma tækni á öllum skólastigum.
Forrita vélmenni til að leysa verkefni eldri borgara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2012 | 06:39
Er stöðugleiki í kristinni trú?
Kannski er það þá stöðugleikinn sem felst í því að þessar blessuðu kristnu kirkjur skuli finnast í öllum landshornumâ⬦ S.s. að kristinn trú er McDonald's siðaboðskapsins, sami matseðill hvert sem farið er, og þess vegna skal henni varðveitt?!? Nei, það gengur ekki upp heldur e.o. deilur innan prestasamfélags undanfarin ár sýna.
Agnes, hvaða stöðugleika ertu eiginlega að tala um?
Flestir vilja ákvæði um þjóðkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt 16.11.2012 kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2012 | 17:29
Virkar ekki að leiðrétta staðreyndavillur með staðreyndavillum
Heiðar Már og Hinds halda því fram að höfundar seðlabankaskýrslunnar mistúlki niðurstöður Edwards og Magendzo þegar þeir segja rannsókn þeirra síðarnefndu sýna að hagvöxtur sé að jafnaði minni í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annars lands. Þetta er stórmál! Atriði númer eitt á villulistanum.
Heiðar Már og Hind segja "Ef sú rannsókn [Edwards og Magendzo] er lesin kemur fram að höfundar telja engin tengsl á milli hagvaxtar og upptöku annarrar myntar." Það er svolítið erfitt að ráða í þessa fullyrðingu greinarhöfunda. Hvað meina þeir þegar þeir segja "tengsl"? Ef þeir eru að meina orsakatengsl þá er það rétt. Edward og Magendzo telja alveg örugglega ekki vera orsakasamband milli upptöku gjaldmiðils og hagvaxtar, enda væri mjög erfitt að sýna fram á orsakasamband e.o. er reyndar tilfellið með orsakasambönd yfirleitt í félagsvísindum. Hins vegar er alveg ljóst að Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur er minni í þeim löndum sem taka einhliða upp gjaldmiðla annarra. Þeir segja þetta aftur og aftur og m.a.s. sannreyna það tvisvar með mismunandi aðferðum. Þetta er tölfræðilega marktækur munur og ein meginniðurstaða rannsóknarinnar. S.s. það er sama hvaða merkingu Heiðar Már og Hind leggja í þessi "tengsl", þetta er rangt hjá þeim.
Svo er önnur fullyrðing Heiðars Más og Hinds í sömu málsgrein: þeir halda því fram að Edward og Magendzo hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsveifla sé minni hjá ríkari löndum eftir einhliða upptöku gjaldmiðils. Nú er ég ekki alveg með á hreinu hvað þeir meina með "hagsveiflu" en ætla að gera ráð fyrir að þar sé átt við "volatility" sem er eitt helsta efni rannsóknarinnar. Einnig skil ég ekki alveg af hverju þeir taka fram "ríkari lönd" því ég man ekki til þess að Edward og Magendzo hafi sérstaklega gert greinarmun á ríkari og fátækari löndum. Ef þetta er allt rétt túlkað hjá mér þá er þessi fullyrðing greinarhöfunda einfaldlega röng. Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að engin marktækur munur er á hagsveiflu (e. volatility) í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annarra og þeim sem nota eigin gjaldmiðil. Þetta er enn ein meginniðurstaða rannsóknarinnar og e.o. með hagvöxtin er fullyrðingin endurtekin oft í greininni sem vísað er í.
Svo til að hafa þetta komplett þá var þriðja meginniðurstaða Edward og Magendzo að verðbólga var lægri í löndum sem tóku upp gjaldmiðil annarra en í löndum sem notuðu eigin gjaldmiðil.
Afgangurinn af villulistanum fer út fyrir mitt þekkingarsvið og kannski ýmislegt athyglisvert þar að finna fyrir þá sem þekkja til. Mér finnst þó frekar aulalegt að hefja leiðréttingu á staðreyndavillum með eigin staðreyndavillum. Hins vegar er mögulegt að ég sé kominn langt út fyrir mitt þekkingarsvið og algjörlega á villugötum með þessar athugasemdir mínar. En mér finnst samt full ástæða að einhver sem býr yfir meiri hagfræðiþekkingu en ég renni aðeins augum yfir afganginn af villulistanum...
23.9.2012 | 15:44
Sérkennsla í íslenskum skólum: Er hátt hlutfall gott eða slæmt?
Í fréttunum tveimur er hlutfall íslenskra nemenda borið saman við reynslu í nágrannalöndum. Fram kemur að hlutfallið er töluvert hærra á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum (rétt í kringum 10%) en aðeins hærra en í Finnlandi. Segir að hlutfallið í Finnlandi er um 21% miðað við 27,5% á Íslandi (reyndar hef ég séð hærri tölur frá Finnum sjálfum, allt upp í 27%, og geri ég ráð fyrir að munurinn stafar af því að það sé svolítið óljóst hvað telst til "sérkennslu").
Þannig að sú þjóð sem kemst næst okkur er Finnland. Þetta er mjög athyglisvert því að Finnar líta svolítið öðruvísi á sérkennslu en margir aðrir. Þeir eru stoltir af háu hlutfalli nemenda sem fá sérkennslu og líta á það sem mikilvægan þátt í velgengni finnskra nemenda í alþjóðlegum könnunum (aðallega PISA og TIMSS). Finnar hafa mótað sitt menntakerfi til að tryggja að finnskir námsmenn búi yfir tiltekna hæfni að loknu skyldunámi. Þetta er töluvert frábrugðið því sem gerist í mörgum öðrum menntakerfum þar sem markmiðið er ekki endilega að nemendur kunni tiltekna hluti við lok náms, heldur að þeir hafi fengið leiðbeiningu í tilteknum fræðum við lok náms. Vegna þessara áheyrslna í námsmarkmiðum hafa Finnar mótað sitt menntakerfið þannig að kennarar reyna að koma auga á námsörðugleika eins fljótt og hægt er og beita hvaða úrræðum sem þörf þykir til að hjálpa námsfólki að komast á það þekkingarstig sem þeir eiga að vera. Þess vegna er hlutfall nemenda sem fá sérkennslu í Finnlandi mjög hátt miðað við önnur lönd.
Það að tiltölulega hátt hlutfall íslenskra nemenda skulu fá sérkennslu er ekki endilega neikvætt. Það gæti líka verið vísbending um að íslenskir skólar eru að leggja sig fram við að mæta ólíkum þörfum nemenda.
35,4% í sérkennslu á Vesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 19.2.2013 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2012 | 23:59
Rangfærslur um kostnað skóla á RÚV
Það er hins vegar mjög athyglisvert að skipting opinbera framlaga til menntamála á Íslandi eftir skólastigum er mjög á skjön við það sem gerist í öðrum OECD löndum. Íslendingar leggja hlutfallslega meira (töluvert meira) í for- og grunnskóla, minna til framhaldsskóla og fáránlega lítið til háskóla (þar sem kennararnir fyrir öll þessi skólastig eru menntaðir!).
Það hefur lítið að segja að kvarta undan háum opinberum framlögum til menntamála á Íslandi án þess að athuga í hvað þessi framlög fara. Ísland hefur töluverða sérstöðu í hópi OECD ríkja vegna smæðar. Það er t.d. miklu dýrara að framleiða vandað námsefni fyrir okkar litlu hópa námsmanna. Og svo eru það blessuðu samræmduprófin sem má gera ráð fyrir að kosti okkur töluvert meira en í fjölmennari löndum. Svona mætti vel halda áfram en ég læt þetta nægja að sinni.
Það er lágmark þegar á að búa til einhverjar tengingar milli kostnaðs menntunar og árangurs að hafa staðreyndirnar á hreinu.
Smá viðbót (24.8.12): Það er hárrétt hjá Ólafi Loftssyni að ekkert samhengi virðist vera milli aldurs kennara og getu til að tileinka sér tækni. Samkvæmt skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB frá 2008 var meðalaldur kennara í Svíþjóð með því hæsta í Evrópu en Svíþjóð var líka eitt þeirra ríkja sem notaði mest tækni í skólum. Lægsti meðalaldur var í Austur-Evrópu en þar var notkun á tækni með minnsta móti.
(Ath. að tölur eru flestar skv. Education at a Glance 2011 sem byggir á gögnum frá 2008. Education at a Glance 2012 er væntanleg í september á þessu ári)
Menntun og skóli | Breytt 24.8.2012 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2012 | 21:20
Evrópuþing felldi ACTA: Löngu tímabært að endurhugsa höfundarétt.
Í fyrsta lagi, má segja að Evrópuþingið hafi fellt ACTA á heimsvísu. Samkomulagið hefði m.a. hert mjög lög um höfundarétt og refsingar fyrir brot á höfundaréttarlögum. Samkomulagið er stutt af samtökum rétthafa e.o. samtaka rétthafa kvikmynda, tónlistar, hugbúnaðar, lyfja o.fl. Ýmis samtök sem berjast fyrir réttindum almennings til að nota réttindavarið efni hafa barist gegn samkomulaginu, t.d. Læknar án landamæra, sem segja að samkomulagið muni hefta mjög aðgang að nauðsynlegum lyfjum í þróunarlöndum. Áður höfðu 8 lönd samþykkt samkomulagið en áttu eftir að staðfesta samþykkið. Án þátttöku ESB er ljóst að samkomulagið er orðið að engu. Þó svo að hin löndin myndu staðfesta samkomulagið eru ESB löndin það stór hluti af markaðssvæðinu sem það er ætlað að taka til að það myndi aldrei vera hægt að framfylgja reglunum sem því fylgja.
Í öðru lagi hefur Evrópuþingið sýnt það og sannað að lýðræði er til staðar í ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur sagst ætla að leggja samkomulagið aftur fyrir þingið en það er ljóst að það mun ekki skila árangri. Í raun hefur Evrópuþingið málsstað netnotenda um allan heim, en ekki bara í ESB og hefur þannig sýnt að lýðræðisleg stofnun svo stórs markaðssvæðis getur haft töluverð áhrif á þróun heimsmála.
Mér þótti undarlegt að ekkert heyrðist um þessa merkilegu kosningu frá ESB andstæðingum á Íslandi, sem þreytast ekki á því að lýsa ESB sem miðstýrðu peði almáttugs Framkvæmdastjórnar. En svo áttaði ég mig á því að mbl.is hefur ekki séð ástæðu til að segja frá þessari merkilegu frétt. Ætli andstæðingarnir viti nokkuð af þessu þá?
Segja má að höfundarréttur sé einn hornsteinn kapitalísmans. Ég hélt að kapitalístar hlustuðu á markaðinn. Mér heyrist markaðurinn vera að tala. Eru kapitalístarnir að hlusta? Það er löngu orðið ljóst að rétthafar þurfa að endurhugsa sín mál.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)