Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Samtök Atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa kynnt sínar áherslur í menntamálum í skýrslunni Stærsta efnahagsmálið: Sóknarfæri í menntun, sem kom út í síðasta mánuði. Helstu áherslurnar í skýrslunni virðast snúast fyrst og fremst um aukna aðkomu einkageirans að menntakerfinu og þá helst í formi einkarekinna skóla sem þó verða kostaðir af hinu opinbera. Það eru ansi margir veikir punktar í skýrslunni en ég ætla aðallega að tala hér um gröf sem kemur fram strax á bls. 9. Umfjöllunin hér er um meintan slakan árangur íslenskra nemenda á PISA og sérstaklega fundið að því að okkar nemendur skuli koma illa út í samanburði við önnur Norðurlönd þrátt fyrir það mikla fjármagn sem sett er í íslenska skólakerfið. Þessi mynd er svo birt til að sýna lesandanum hversu alvarlegur þessi mikli vandi er:
Höfum nú í huga að skýrsluhöfundar halda því fram að íslenskir skólar kosta of mikið og ná ekki ásættanlegum árangri. Miðað við þessar forsendur og það sem kemur fram í myndinni fyrir ofan ættum við helst að fylgja fordæmi Finna. Þeir ná lang besta árangri miðað við fjárútlát. Um þetta verður ekki deilt. Þetta kemur mjög skýrt fram.
Höfum nú í huga hvað skýrsluhöfundar vilja að verði gert til að bjarga íslenska skólakerfinu, þ.e. að einkaaðilar fái opinbert fjármagn til að sjá um rekstur skóla. Það er aðeins eitt Norðurland sem hefur tekið upp slíkt fyrirkomulag að einhverju ráði. Það er Svíþjóð. Lítum nú aftur á myndina fyrir ofan. Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að skýrsluhöfundar séu s.s. að leggja til að við fylgjum fordæmi eina Norðurlandsins sem er fyrir neðan Ísland í PISA!!!
7.11.2014 | 13:47
Hvað hefur fræðasamfélagið um málefni framhaldsskóla að segja?
Á vef MenntaMiðju birtist í dag brot úr umræðu fræðimanna um Hvítbók um umbætur í menntun og málefni framhaldsskóla sem hefur farið fram innan Menntavísindasviðs HÍ síðustu vikur. Þetta er mjög áhugavert og þarft innlegg í þessa umræðu. Meðal þess sem þar kemur fram:
Gestur Guðmundsson: "Á bak við stefnumiðið um 'fleiri námslok á tilsettum tíma' búa vissulega réttmætar áhyggjur af þeim fjölmörgu íslensku framhaldsskólanemum sem 'finna sig ekki' í náminu, og hvítbókin tekur réttilega undir ábendingar um aðgerðir sem greina slíkan vanda snemma og taka á honum. En oft eru réttustu aðgerðirnar að nemendur taki sér hlé frá námi og endurheimti áhuga og námshvata við annað en venjulegt framhaldsskólanám."
Helgi Skúli Kjartansson: "Úr því svona margir ljúka stúdentsprófi, þá er minni sérhæfing fólgin í þess háttar námi, minna val eða ákvörðun að leggja út í það og markmið þess óhjákvæmilega almennari. Þess vegna er eðlilegt að stytta námið svo að nemendur fái á eðlilegum aldri að taka raunverulegar ákvarðanir um markmið sín í námi og framtíðarstarfi."
Atli Harðarson: "Gestur bendir réttilega á (í grein á bls. 23 í Fréttablaðinu 3. júlí 2014) að munurinn á skólagöngu ungmenna hér á landi og í Danmörku er mun minni en ætla mætti af yfirlýsingum þeirra sem hafa stór orð uppi um brottfallið hér á landi. Veruleikinn er sá (skv. Education at a Glance 2014, bls. 313) að hér á landi var fremur hátt hlutfall fólks á aldrinum 15 til 19 ára í skóla árið 2012 eða 88%. Á hinum Norðurlöndunum var hlutfallið 86% til 87% og meðaltalið fyrir OECD var 84%. Þessar nýjustu samanburðartölur um skólasókn benda því ekki til að íslensk ungmenni flýji framhaldsskólana í meira mæli en gerist og gengur í öðrum OECD löndum.
Ekki er nóg með að skólasókn hér sé með meira móti heldur var útskriftarhlutfall líka hátt árið 2012 eða 95% (Education at a Glance 2014, bls. 67). Á hinum Norðurlöndunum var það á bilinu 77% til 93% og meðaltalið fyrir OECD var 84%."
![]() |
17 ára með ráðstefnu í Hörpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2014 | 11:16
Nei ráðherra, Bandarísk yfirvöld áætla ekki fangelsisrými út frá einkunnum 4. bekkinga í læsi

29.6.2014 | 11:25
Er þetta sniðugt? Um PISA niðurstöður einstakra skóla
![]() |
Borgaskóli stóð sig best í PISA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2016 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2014 | 11:11
Ný gjaldskrá Símans = aukinn kostnaður fyrir kennara og nemendur

![]() |
Síminn hyggst rukka fyrir alla notkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2014 | 11:05
Okkur vantar framtíðarflokk í íslensk stjórnmál

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.4.2014 | 10:08
Kunnum við nógu vel á framtíðina?

- Flestum reynist erfitt að hugsa lengra en 5 ár fram í tímann nema þá í rótgrónum staðalmyndum.
- Framtíðarsýn byggir oftar en ekki á ímynduðum stöðugleika, það er að segja að jafnvel þegar við hugsum 5 ár fram í tímann eða lengra endurspeglar sýnin nútímann án nægilegs tillits til fyrirsjáanlegra breytinga.
- Tiltölulega fáir meðal sérfræðinga, stefnumótenda eða almennings fylgjast nægilega með því sem er að gerast í tækni- og samfélagsþróun hverju sinni til að geta sett fram raunhæfar áætlanir um hvers er að vænta 10-15 ár fram í tímann.
- Huga að því hvernig við ætlum að afla upplýsinga, vinna úr þeim og miðla til þeirra sem þurfa,
- og byggja markvisst upp hæfni þeirra sem koma að, eða hafa áhrif á, ákvarðanatöku til að móta raunhæfa framtíðarsýn sem hægt er að fylgja til lengri tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.6.2014 kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2014 | 11:50
Verða hlynntir fleiri en andvígir fyrir lok þessa kjörtímabils?

![]() |
Fleiri hlynntir inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2014 kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.11.2013 | 10:10
Mýtan um samkeppni í menntamálum

![]() |
Vill aukna samkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2013 | 08:59
Um tillögur hagræðingahóps
Tillögur sem svipar til tillagna hagræðingarhópsins hafa í mörgum tilfellum verið lagðar fram áður. Það er hins vegar ekki nægilegt að leggja fram góðar tillögur og hugmyndir, það þarf að koma þeim til framkvæmda.
![]() |
41 tillaga þegar í úrvinnslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)