Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.8.2013 | 20:07
Samkynhneigðir eru stjörnur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2018 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2013 | 12:06
Af hverju halda sumir að stytting náms muni draga úr brottfalli?

![]() |
Stytting náms hagkvæmur kostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2012 | 17:29
Virkar ekki að leiðrétta staðreyndavillur með staðreyndavillum
Heiðar Már og Hinds halda því fram að höfundar seðlabankaskýrslunnar mistúlki niðurstöður Edwards og Magendzo þegar þeir segja rannsókn þeirra síðarnefndu sýna að hagvöxtur sé að jafnaði minni í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annars lands. Þetta er stórmál! Atriði númer eitt á villulistanum.
Heiðar Már og Hind segja "Ef sú rannsókn [Edwards og Magendzo] er lesin kemur fram að höfundar telja engin tengsl á milli hagvaxtar og upptöku annarrar myntar." Það er svolítið erfitt að ráða í þessa fullyrðingu greinarhöfunda. Hvað meina þeir þegar þeir segja "tengsl"? Ef þeir eru að meina orsakatengsl þá er það rétt. Edward og Magendzo telja alveg örugglega ekki vera orsakasamband milli upptöku gjaldmiðils og hagvaxtar, enda væri mjög erfitt að sýna fram á orsakasamband e.o. er reyndar tilfellið með orsakasambönd yfirleitt í félagsvísindum. Hins vegar er alveg ljóst að Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur er minni í þeim löndum sem taka einhliða upp gjaldmiðla annarra. Þeir segja þetta aftur og aftur og m.a.s. sannreyna það tvisvar með mismunandi aðferðum. Þetta er tölfræðilega marktækur munur og ein meginniðurstaða rannsóknarinnar. S.s. það er sama hvaða merkingu Heiðar Már og Hind leggja í þessi "tengsl", þetta er rangt hjá þeim.
Svo er önnur fullyrðing Heiðars Más og Hinds í sömu málsgrein: þeir halda því fram að Edward og Magendzo hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsveifla sé minni hjá ríkari löndum eftir einhliða upptöku gjaldmiðils. Nú er ég ekki alveg með á hreinu hvað þeir meina með "hagsveiflu" en ætla að gera ráð fyrir að þar sé átt við "volatility" sem er eitt helsta efni rannsóknarinnar. Einnig skil ég ekki alveg af hverju þeir taka fram "ríkari lönd" því ég man ekki til þess að Edward og Magendzo hafi sérstaklega gert greinarmun á ríkari og fátækari löndum. Ef þetta er allt rétt túlkað hjá mér þá er þessi fullyrðing greinarhöfunda einfaldlega röng. Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að engin marktækur munur er á hagsveiflu (e. volatility) í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annarra og þeim sem nota eigin gjaldmiðil. Þetta er enn ein meginniðurstaða rannsóknarinnar og e.o. með hagvöxtin er fullyrðingin endurtekin oft í greininni sem vísað er í.
Svo til að hafa þetta komplett þá var þriðja meginniðurstaða Edward og Magendzo að verðbólga var lægri í löndum sem tóku upp gjaldmiðil annarra en í löndum sem notuðu eigin gjaldmiðil.
Afgangurinn af villulistanum fer út fyrir mitt þekkingarsvið og kannski ýmislegt athyglisvert þar að finna fyrir þá sem þekkja til. Mér finnst þó frekar aulalegt að hefja leiðréttingu á staðreyndavillum með eigin staðreyndavillum. Hins vegar er mögulegt að ég sé kominn langt út fyrir mitt þekkingarsvið og algjörlega á villugötum með þessar athugasemdir mínar. En mér finnst samt full ástæða að einhver sem býr yfir meiri hagfræðiþekkingu en ég renni aðeins augum yfir afganginn af villulistanum...
23.8.2012 | 23:59
Rangfærslur um kostnað skóla á RÚV
Það er hins vegar mjög athyglisvert að skipting opinbera framlaga til menntamála á Íslandi eftir skólastigum er mjög á skjön við það sem gerist í öðrum OECD löndum. Íslendingar leggja hlutfallslega meira (töluvert meira) í for- og grunnskóla, minna til framhaldsskóla og fáránlega lítið til háskóla (þar sem kennararnir fyrir öll þessi skólastig eru menntaðir!).
Það hefur lítið að segja að kvarta undan háum opinberum framlögum til menntamála á Íslandi án þess að athuga í hvað þessi framlög fara. Ísland hefur töluverða sérstöðu í hópi OECD ríkja vegna smæðar. Það er t.d. miklu dýrara að framleiða vandað námsefni fyrir okkar litlu hópa námsmanna. Og svo eru það blessuðu samræmduprófin sem má gera ráð fyrir að kosti okkur töluvert meira en í fjölmennari löndum. Svona mætti vel halda áfram en ég læt þetta nægja að sinni.
Það er lágmark þegar á að búa til einhverjar tengingar milli kostnaðs menntunar og árangurs að hafa staðreyndirnar á hreinu.
Smá viðbót (24.8.12): Það er hárrétt hjá Ólafi Loftssyni að ekkert samhengi virðist vera milli aldurs kennara og getu til að tileinka sér tækni. Samkvæmt skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB frá 2008 var meðalaldur kennara í Svíþjóð með því hæsta í Evrópu en Svíþjóð var líka eitt þeirra ríkja sem notaði mest tækni í skólum. Lægsti meðalaldur var í Austur-Evrópu en þar var notkun á tækni með minnsta móti.
(Ath. að tölur eru flestar skv. Education at a Glance 2011 sem byggir á gögnum frá 2008. Education at a Glance 2012 er væntanleg í september á þessu ári)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.8.2012 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2012 | 13:34
Enn ein byltingin í nánd í menntun?!? Ég er ekki svo viss.
Allt frá því að menn fóru að sjá fyrir sér útbreiðslu tölvutækninnar hafa bjartsýnir lýst undraverðum "kennsluheimi" þar sem nemendur sækja sér sjálfir upplýsingar og stýra eigin lærdómi. Fyrst var það almenningstölvan, svo var það Vefurinn, og svo röð tækniundra - fartölvur, lófatölvur, snjallsímar, félagslegir miðlar, o.s.frv. - sem áttu allar að breyta menntun. Samt er menntun í megindráttum eins í dag og hún var fyrir 2-3 áratugum. Af hverju breytist ekkert?
Hjálmar heldur því fram að lítið hafi breyst vegna þess að "hin aldagamla hefð gegnsýrir allt kerfið." Ég er nú ekki viss um að það sé hárrétt. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að breyta "kerfinu" á Íslandi. T.d. má nefna Skólarannsóknadeildina sálugu, sem gott dæmi um það hvernig ákveðin öfl í samfélaginu streitast á móti breytingum og finna sér jafnvel leiðir til að kæfa þær. Annað dæmi sem kemur í hugan varðar skóla einn sem átti að vera "opin skóli" - hugmyndafræði sem var nokkuð vinsæl víða í heimi á þeim tíma. Fljótlega eftir að skólinn tók til starfa ákváðu kennarar að þeir höfðu takmarkaðan áhuga á að starfa skv. þessari nýju hugmyndafræði og byrjuðu að hólfa af sín svæði í beinni andstöðu við kennsluaðferðinni sem átti að fylgja. Í rannsókn sem ég gerði á hópi fjarnema sem stunduðu doktorsnám við Háskólann í Minnesota kom í ljós að ein helsta hindrun fyrir upptöku tækninýjunga í náminu voru nemendurnir sjálfir, sem virtust gera allt sem þeir gátu til að láta námið sitt sem mest líkjast því sem þeir höfðu upplifað áður í sinni skólagöngu. Er þetta "kerfið" (hvað s.s. það er) að verki eða er eitthvað annað eða meira sem vinnur gegn breytingum á menntun?
Menntunarfræðingurinn þekkti Michael Fullan hefur, að ég tel réttilega, haldið því fram að "Educational change is cultural change." Þ.e.a.s. að til þess að ná fram raunverulegum breytingum í menntakerfinu þarf að breyta hugmyndum stjórnenda, stefnumótenda, almennings og nemenda um hvað menntun er og hvers vegna hún er stunduð. Reynslan hefur sýnt að engin tækni ein og sér breytir menntun nema að henni fylgi vilji til að breyta og skilningur á því hvers vegna þurfi að breyta. Ég hef ekki getað séð að spjaldtölvuvæðingin sem nú er að hefjast í íslenskum skólum byggist á vilja til að breyta. Nefni ég sérstaklega ummæli skólastjórnenda í Vogaskóla þegar þar var verið að taka í notkun Kindle spjaldtölvur um að tæknin var valin sérstaklega með það í huga að hún takmarkaði notkunarmöguleika. Ég held því að Hjálmar sé full bjartsýnn í þessum málum. Sjálfur ætla ég að bíða með byltingaryfirlýsingar þangað til ég sé raunveruleg merki um breytingu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.8.2012 kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2012 | 18:47
Fyndin "fréttaskýring" um ESB og Evrópustofu
![]() |
Evrópusambandið kynnir sig sjálft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2011 | 17:55
Innflytjendur í íslenskum skólum
Mér lék hins vegar forvitni að vita hvernig staðan væri á háskólastiginu. Ástæðan fyrir því er að einn doktorsnemi við Háskólann í Minnesota ræddi nýlega við mig um áhuga hans á að rannsaka stöðu innflytjenda (og þá sérstaklega þeim sem tilheyra menningarlegum minnihlutahópum í íslensku samfélagi) í háskólum á Íslandi. Mér finnst þetta áhugavert rannsóknarefni en mín fyrstu viðbrögð voru að það væri illframkvæmanleg rannsókn þar sem þýðið (þ.e.a.s. heildarfjöldi innflytjenda í háskólanámi á Íslandi) væri svo lítið að úrtak (þ.e.a.s. marktækt hlutfall af þýðinu) myndi ekki vera nægjanlegt fyrir rannsókn sem uppfyllir kröfur um doktorsverkefni. Viðbrögð mín byggðust auðvitað á "tilfinningu" minni einni þar sem ég hafði ekki greiðan aðgang að marktækum gögnum.
Þegar ég las þessa frétt sá ég að nú væri tækifæri til að fá staðfestingu á þessari tilfinningu minni. Ég leitaði því í gögnum Hagstofu um innflytjendur í háskólanámi. Það kom mér á óvart að fjöldinn reyndist nokkuð hár, eða vel yfir 1.000 stúdentar í viðbótarnámi eftir framhaldsskóla, hefðbundnu háskólanámi og doktorsnámi. Hafandi unnið lengi í málum tengdum erlendum stúdentum í háskólanámi, og þá sérstaklega skiptistúdentum, sá ég strax að þessar tölur svipuðu mjög til talna yfir fjölda stúdenta sem koma til landsins til þess eins að stunda nám á háskólastigi. Ég hafði því samband við Hagstofu og fékk það staðfest að í þeim tölum sem ég fékk upp á vef þeirra er ekki gerður greinarmunur á stúdentum sem hafa komið til landsins til þess eins að stunda nám og þeim sem myndu raunverulega teljast "innflytjendur". Mér var þá bent á gögn á vef OECD þar sem erlendir stúdentar eru skiptir eftir því hvar þeir hafa lögheimili, ríkisfang og hvar þeir luku prófi sem veitir rétt til háskólanáms (e.o. stúdentspróf). Þær tölur staðfesta að langstærsti hluti stúdenta af erlendum uppruna sem eru í háskólanámi á Íslandi hafa flust til landsins í þeim tilgangi einum að stunda háskólanám. Af þeim litla fjölda sem eftir situr má gera ráð fyrir að aðeins lítið brot sé af uppruna sem getur talist til menningarlegs minnihluta meðal íslensks mannfjölda.
Niðurstaðan er því sú að þau gögn sem við höfum nú staðfesta að eftir því sem hærri skólastig eru skoðuð fer þátttaka innflytjenda (sem tilheyra menningarlegum minnihlutahópum) sem hlutfall af heildarfjölda námsmanna minnkandi. Stóra spurningin er hvað veldur þessu og sérstaklega hvort það sé eitthvað í skólakerfinu, skólamenningunni, og/eða samfélaginu sem fælir innflytjendur frá námi? Þetta þarf að rannsaka. En eins og ég sagði við doktorsnemann hér við Háskólann í Minnesota er sennilega ekki rétti tíminn til að skoða háskólastigið. Þróunin virðist eiga sér stað á fyrri skólastigum - sérstaklega á síðari stigum grunnskóla og fyrstu árum framhaldsskóla.
![]() |
Færri innflytjendur í framhaldsnám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2011 | 18:03
Skynsemi
Ég hef s.s. fátt um þetta að segja annað en að konan býr greinilega í einhverjum undarlegum ímynduðum heimi.
og endurbirt hér á Daily Kos (sem fréttamiðlar hér í USA vísa oft í):
Daily Kos: Icelands On-Going Revolution
14.5.2011 | 16:25
Mála sér ímyndaðan heim með upplýsingatækni
Á netinu spretta upp samfélög þar sem deilt er um hin ýmsu mál sem einhverjum finnst skipta máli hverju sinni hvort sem er um pólitík, stök fræði, eða nýjustu tölvuleiki. Oftar en ekki eru þessi samfélög mörkuð af tiltekinni skoðun á málinu sem um er rætt. Það virðist sjaldan vera mikil blöndun mismunandi skoðanahópa. T.d. hér í Bandaríkjunum halda íhaldssamir sér á vefjum Fox News og "framfarasinnaðir" á vefjum CNN. Skoðanahópar geta gengið að því vísu að umræðan sem fer fram á hvorum staðnum fyrir sig endurspeglar fullkomlega þann veruleika sem þeir hafa ákveðið að sé til staðar. Í þau fáu skipti sem einhver dirfist að rengja ríkjandi heimsmynd á tilteknu vefsvæði eru þau ummæli fljótlega kaffærð í kommenta-flóði um óþolandi heimsku og veruleikafirringu viðkomandi. Ef það nægir ekki til að losna við aðskotamanninn er litaspjaldið dregið upp og heimsmyndin máluð á ný með tilvísunum í ótal heimildir sem móta svo skýrar línur að jafnvel hýperrealísku málarar 20. aldarinnar eru sem viðvaningar í samanburði.
Við íslendingar höfum verið fljót að tileinka okkur þessa nýju listgrein sem veruleika-myndgerðin er. Á hinum ýmsu vefsvæðum hafa myndast samfélög málara þar sem heimsmyndin er orðin svo skýr að ekki er um hana að efast. Hér á blog.is, eða "moggablogginu" e.o. það er svo oft kallað, eru nokkrir færustu málararnir. Milli þeirra hefur tekist mjög náin samvinna. Samtvinning verka þeirra hefur orðið til þess að við fáum ekki bara glefsur af heimsmyndinni heldur er líka gegnum gangandi söguþráður þannig að myndgerðin hreinlega lifnar við. Sagan segir sig sjálf og þeir sem dirfast að leggja fram efasemdir eru bara vorkunnsöm blind grey.
Nýlega lenti ég inn á bloggi eins forsprakka málara-elítu moggabloggsins, Jóns Vals Jenssonar, þar sem Jón Valur og félagar voru að móta öflugt nýtt verk um það hvort lönd sem höfðu gengið í ESB gætu sagt sig úr því. Nýja verkið er auðvitað í takt við ríkjandi heimsmynd þar á bæ, sem segir að ESB er alvald sem gleypir í sig allar þjóðir sem þar knýja á dyr. Auðvitað er ekki hægt að segja sig úr ESB, nema að framkvæmdastjórnin og hvert einasta annað land samþykkir úrsögnina. Eins og við vitum öll sem höfum virt fyrir okkur meistaraverk moggabloggs-málarana er ESB á höttunum eftir aðeins einu - þ.e. þessar miklu auðlindir okkar litla lands. Þegar þeir hafa náð að festa í okkur klærnar verður engin undankomuleið - þeir myndu aldrei samþykkja úrsögn! Það væri eins og að gefa frá sér pott af gulli.
Þó svo að Lissabon Sáttmálin, sem var samþykktur 2009, tók loks af skarið varðandi úrsögn landa úr ESB, er í heimsmynd þessara moggabloggara auðvitað óvefengjanleg staðreynd að það er nánast ómögulegt að segja sig úr ESB. Þessi nýja myndsmíð sýnir í raun hversu hæfileikaríkur hópur þetta er. Á litaspjaldinu þeirra eru bara þrír litir: samhengislausir úrdrættir úr Lissabon Sáttmálanum sjálfum, úrelt vefsíða hjá Danska þinginu, og örstutt samantekt um skýrslu "einhvers grísks embættismanns í seðlabanka ESB". Í Lissabon Sáttmálanum segir að samþykki vegins meirihluta aðildarríkja þarf til að samþykkja samninga. Í meðferð heimsmyndamálarana verður þetta ákvæði um að samþykki allra aðildarríkja þurfi til að einstakt land geti sagt sig úr sambandinu. Vefsíðan hjá Danska þinginu er mjög greinilega dagsett 25.07.2008, rúmu ári áður en Lissabon Sáttmálin var samþykktur. Í skýrslu gríska embættismansins segir ítrekað að með samþykki Lissabon Sáttmálans er ekki nokkur vafi að ESB lönd geta tekið einhliða ákvörðun um úrsögn sína. En þessi atriði skipta ekki nokkru máli. Þau eru ekki á litaspjaldi málarameistaranna heldur bara þessar stakar setningar sem vísað er í:
Lissabon Sáttmálinn: "A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union."
Danska þingið: "A country can indeed leave the EU, but in principle this requires the consent of all Member States."
gríski embættismaðurinn: "that unilateral withdrawal would undoubtedly be legally controversial"
Með sömu aðferð gæti ég hæglega málað heimsmynd þar sem bækurnar "Sjálfstætt fólk" er um fugla og "Kristnihald undir jökli" er um tertur. Gæti verið skemmtilegt en, satt að segja, sé ég ekki tilganginn í því.
Við höfum tilhneigingu til að ídealiséra upplýsingatækni, að gefa okkur að fólk sé betur upplýst með tilkomu upplýsingatækninnar. Raunin er að upplýsingatækni gerir fólki einstaklega auðvelt að einangra sig í sínum skoðanaheimi. Þegar fólk hafði lítið val um hvaða upplýsingum var miðlað til þess var nánast ógert að verða ekki fyrir ólíkum skoðunum. Nú má hæglega ganga í gegnum lífið nánast án þess að vita af ólíkum skoðunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2012 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)