Færsluflokkur: Vísindi og fræði
29.6.2014 | 11:25
Er þetta sniðugt? Um PISA niðurstöður einstakra skóla
![]() |
Borgaskóli stóð sig best í PISA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 10.12.2016 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2014 | 11:05
Okkur vantar framtíðarflokk í íslensk stjórnmál

Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.4.2014 | 10:08
Kunnum við nógu vel á framtíðina?

- Flestum reynist erfitt að hugsa lengra en 5 ár fram í tímann nema þá í rótgrónum staðalmyndum.
- Framtíðarsýn byggir oftar en ekki á ímynduðum stöðugleika, það er að segja að jafnvel þegar við hugsum 5 ár fram í tímann eða lengra endurspeglar sýnin nútímann án nægilegs tillits til fyrirsjáanlegra breytinga.
- Tiltölulega fáir meðal sérfræðinga, stefnumótenda eða almennings fylgjast nægilega með því sem er að gerast í tækni- og samfélagsþróun hverju sinni til að geta sett fram raunhæfar áætlanir um hvers er að vænta 10-15 ár fram í tímann.
- Huga að því hvernig við ætlum að afla upplýsinga, vinna úr þeim og miðla til þeirra sem þurfa,
- og byggja markvisst upp hæfni þeirra sem koma að, eða hafa áhrif á, ákvarðanatöku til að móta raunhæfa framtíðarsýn sem hægt er að fylgja til lengri tíma.
Vísindi og fræði | Breytt 19.6.2014 kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2013 | 11:38
Rit um mikilvægi framtíðarfræða frá NESTA - nýsköpunarstofnun í UK

NESTA er sjálfstæð stofnun í Bretlandi sem hvetur til nýsköpunnar í þágu samfélags, iðnaðar og atvinnulífs - einskonar bresk útgáfa af Nýsköpunarmiðstöð okkar. Þeir voru að senda frá sér þetta áhugaverða rit um mikilvægi framtíðamiðaðar hugsunar sem heitir Don't stop thinking about tomorrow: A modest defence of futurology.
Mjög þörf lesning!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 21:37
Tækninýjungar og framtíð menntunar

- aukið aðgengi að alls kyns hlutum vegna þess að það þarf ekki að hugsa um hvernig eigi að koma framleiddum vörum á þá staði þar sem þær verða notaðar
- fýsilegt að setja á markað vörur sem hefðu ekki svarað kostnaði þar sem ekki þarf að taka tillit til framleiðslukostnaðar á vörum sem er gert ráð fyrir að seljist í litlu upplagi
- krefst annarrar hæfni í vöruþróun, sérstaklega þarf hæfni eða innsýn í hönnunarferli
- þarf að huga að sjálfbærni og umhverfislegum þáttum til þess að tryggja að breyttar framleiðsluaðferðir (sem færist á neytandann) leiði ekki til sóunnar og ofnotkunar á takmörkuðum auðlindum
Vísindi og fræði | Breytt 12.7.2013 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2013 | 15:58
Höfundarréttur, efnahagskerfið og ábyrgð menntakerfisins
<kaldhæðni>Okkur blöskrar þessi framkoma. Fólk verður að skilja muninn á réttu og röngu. Að stela efni sem þessu [útlit vefsíðu Sjóræningja] á internetinu er ógn við hagkerfi heimsins.</kaldhæðni>
Vísindi og fræði | Breytt 18.12.2015 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2012 | 23:59
Rangfærslur um kostnað skóla á RÚV
Það er hins vegar mjög athyglisvert að skipting opinbera framlaga til menntamála á Íslandi eftir skólastigum er mjög á skjön við það sem gerist í öðrum OECD löndum. Íslendingar leggja hlutfallslega meira (töluvert meira) í for- og grunnskóla, minna til framhaldsskóla og fáránlega lítið til háskóla (þar sem kennararnir fyrir öll þessi skólastig eru menntaðir!).
Það hefur lítið að segja að kvarta undan háum opinberum framlögum til menntamála á Íslandi án þess að athuga í hvað þessi framlög fara. Ísland hefur töluverða sérstöðu í hópi OECD ríkja vegna smæðar. Það er t.d. miklu dýrara að framleiða vandað námsefni fyrir okkar litlu hópa námsmanna. Og svo eru það blessuðu samræmduprófin sem má gera ráð fyrir að kosti okkur töluvert meira en í fjölmennari löndum. Svona mætti vel halda áfram en ég læt þetta nægja að sinni.
Það er lágmark þegar á að búa til einhverjar tengingar milli kostnaðs menntunar og árangurs að hafa staðreyndirnar á hreinu.
Smá viðbót (24.8.12): Það er hárrétt hjá Ólafi Loftssyni að ekkert samhengi virðist vera milli aldurs kennara og getu til að tileinka sér tækni. Samkvæmt skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB frá 2008 var meðalaldur kennara í Svíþjóð með því hæsta í Evrópu en Svíþjóð var líka eitt þeirra ríkja sem notaði mest tækni í skólum. Lægsti meðalaldur var í Austur-Evrópu en þar var notkun á tækni með minnsta móti.
(Ath. að tölur eru flestar skv. Education at a Glance 2011 sem byggir á gögnum frá 2008. Education at a Glance 2012 er væntanleg í september á þessu ári)
Vísindi og fræði | Breytt 24.8.2012 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2012 | 11:33
Augmented reality = gagnaukinn veruleiki: Tillaga að nýrri þýðingu
GV byggir á notkun gagna og tækni sem eru til í nútímatölvum og snjallsímum í dag, s.s. myndavél, staðsetningartækni, þráðlaust net. Þessi tækni hefur töluverð áhrif á samskipti okkar við umhverfið - bæði hvernig við skynjum umhverfið okkar og hvernig við skilgreinum og mótum umhverfið. Í vissum skilningi má segja að tæknin gerir umhverfinu kleift að upplýsa okkur um sig sjálft - t.d. getum við beint snjallsímanum að tilteknu fjalli og fengið að vita hvað það heitir, hvað það er hátt, o.s.frv. Við getum líka notað þessa tækni til að koma fyrirbærum fyrir í umhverfinu sem eru ekki annars til staðar - t.d. er eitt snjallsímaforrit sem gerir fólki kleift að fara í boltaleik án þess að nota raunverulegan bolta. Sennilega er Google Maps mest notaða GV tæknin í dag. Google Maps víkkar út okkar skynjaða umhverfi til muna. Ég get staðið á götuhorni í framandi borg í leit að kaffihúsi og vitað um öll kaffihús í göngufæri við mína staðsetningu en ekki bara þau kaffihús sem ég sé með eigin augum. GV tæknin þróast mjög ört og það er aðeins hugmyndaflugið sem takmarkar hvað við getum gert með henni. Nokkrir möguleikar:
- gera við eigin bíl án þess að hafa hundsvit á bílum,
- fara í göngutúr með félögum sem eru staddir í fjarlægum löndum,
- fara á tónleika með löngu liðnum tónlistarmönnum.
Í fyrsta lagi, GV bætir ekki endilega neinu við umhverfið okkar. Þegar við notum GV til að upplýsa okkur um fjall þá er ekki um neina viðbót við umhverfið okkar að ræða. Í vissum skilningi mætti segja að tæknin eykur merking fjallsins fyrir okkur. Fjallið sjálft breytist ekki á nokkurn hátt. Raunin er að "viðbætt" er ekki einu sinni rétt þýðing á enska orðinu "augmented" nema í einstökum tilfellum. Enska orðið "augmented" þýðir í raun að eitthvað sé aukið umfram það sem það er venjulega. T.d. þegar við notum Google Maps þá eykst skilningur okkar á umhverfinu umfram það sem skynfærin okkar myndu venjulega færa okkur. Umhverfið er samt algjörlega óbreytt.
Í öðru lagi, tæknin snýst ekki beint um "raunveruleikann" sem slíkan. Minn skilningur á "raunveruleika" er að hann er bara það sem hann er og við bætum ekki neinu við hann né tökum frá honum. "Veruleikinn" er hins vegar sú sýn á raunverukeikanum sem mótast af skynjun okkar á raunveruleikanum og skilgreiningum á því sem í honum er. Við höfum því miklu meira vald yfir "veruleikanum" heldur en raunveruleikanum. Ég gæti farið út í ítarlegar heimspekilegar verufræði pælingar hér en ég held ég láti það vera að sinni. Ég læt nægja að segja að GV tækni hefur þannig áhrif á tilvist hluta í umhverfinu okkar að þeir öðlast dýpri merkingu, meira notagildi eða að þeir eru hreinlega skapaðir úr engu.
Af hverju að þýða AR sem "gagnaukinn veruleiki"?
Það eru tvær ástæður fyrir því að ég kýs að nota forskeytið "gagn" í hugtakinu mínu.
Í fyrsta lagi, GV byggir fyrst og fremst á samspil gagna við umhverfið okkar. Veruleikinn er "aukinn" með notkun tölvugagna sem miðlast með upplýsingatækni. Fyrri tækni hefur ekki boðið upp á þetta nána samspil umhverfis og gagna. Gögn annars vegar og það sem þau lýsa hins vegar hafa ekki haft möguleika á að vinna saman í sama skynjaða rými. Gögn hafa átt sinn stað í tölvum eða á pappírum og yfirfærsla á umhverfið aðeins verið hægt með því að nota ímyndunaraflið til að fylla inn í eyður. Með tilkomu GV eru gögn færð inn í skynjunarrýmið þannig að skynjunin mótast af gögnunum og því sem er skynjað í sama ferlinu.
Í öðru lagi eykst gagnsemi umhverfisins með notkun GV. Þeim mun meira sem við vitum um umhverfið þeim mun betri ákvarðanir getum við tekið varðandi samskipti okkar og þess. Segjum sem svo að ég nota GV til að fræðast um hvað tiltekið fjall er hátt og hversu langan tíma tekur að ganga upp á það. Þá er ég betur stæður til að ákveða hvort aðstæður henta til fjallgöngu á tilteknu fjalli eða ekki.
Þannig að ég legg til að enska hugtakið "augmented reality" verði þýtt sem "gagnaukinn veruleiki" vegna þess að það er þjálla en "viðbættur raunveruleiki" og það lýsir betur notagildi, áhrifum og möguleikum tækninnar sem um ræðir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2012 | 13:34
Enn ein byltingin í nánd í menntun?!? Ég er ekki svo viss.
Allt frá því að menn fóru að sjá fyrir sér útbreiðslu tölvutækninnar hafa bjartsýnir lýst undraverðum "kennsluheimi" þar sem nemendur sækja sér sjálfir upplýsingar og stýra eigin lærdómi. Fyrst var það almenningstölvan, svo var það Vefurinn, og svo röð tækniundra - fartölvur, lófatölvur, snjallsímar, félagslegir miðlar, o.s.frv. - sem áttu allar að breyta menntun. Samt er menntun í megindráttum eins í dag og hún var fyrir 2-3 áratugum. Af hverju breytist ekkert?
Hjálmar heldur því fram að lítið hafi breyst vegna þess að "hin aldagamla hefð gegnsýrir allt kerfið." Ég er nú ekki viss um að það sé hárrétt. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að breyta "kerfinu" á Íslandi. T.d. má nefna Skólarannsóknadeildina sálugu, sem gott dæmi um það hvernig ákveðin öfl í samfélaginu streitast á móti breytingum og finna sér jafnvel leiðir til að kæfa þær. Annað dæmi sem kemur í hugan varðar skóla einn sem átti að vera "opin skóli" - hugmyndafræði sem var nokkuð vinsæl víða í heimi á þeim tíma. Fljótlega eftir að skólinn tók til starfa ákváðu kennarar að þeir höfðu takmarkaðan áhuga á að starfa skv. þessari nýju hugmyndafræði og byrjuðu að hólfa af sín svæði í beinni andstöðu við kennsluaðferðinni sem átti að fylgja. Í rannsókn sem ég gerði á hópi fjarnema sem stunduðu doktorsnám við Háskólann í Minnesota kom í ljós að ein helsta hindrun fyrir upptöku tækninýjunga í náminu voru nemendurnir sjálfir, sem virtust gera allt sem þeir gátu til að láta námið sitt sem mest líkjast því sem þeir höfðu upplifað áður í sinni skólagöngu. Er þetta "kerfið" (hvað s.s. það er) að verki eða er eitthvað annað eða meira sem vinnur gegn breytingum á menntun?
Menntunarfræðingurinn þekkti Michael Fullan hefur, að ég tel réttilega, haldið því fram að "Educational change is cultural change." Þ.e.a.s. að til þess að ná fram raunverulegum breytingum í menntakerfinu þarf að breyta hugmyndum stjórnenda, stefnumótenda, almennings og nemenda um hvað menntun er og hvers vegna hún er stunduð. Reynslan hefur sýnt að engin tækni ein og sér breytir menntun nema að henni fylgi vilji til að breyta og skilningur á því hvers vegna þurfi að breyta. Ég hef ekki getað séð að spjaldtölvuvæðingin sem nú er að hefjast í íslenskum skólum byggist á vilja til að breyta. Nefni ég sérstaklega ummæli skólastjórnenda í Vogaskóla þegar þar var verið að taka í notkun Kindle spjaldtölvur um að tæknin var valin sérstaklega með það í huga að hún takmarkaði notkunarmöguleika. Ég held því að Hjálmar sé full bjartsýnn í þessum málum. Sjálfur ætla ég að bíða með byltingaryfirlýsingar þangað til ég sé raunveruleg merki um breytingu.
Vísindi og fræði | Breytt 25.8.2012 kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2011 | 18:03
Snjallsímar notaðir til að svindla: Er lausnin að leyfa upplýsingatækni í prófum?
Nokkrir ónefndir háskólanemar rituðu grein sem birtist á Eyjan.is í dag þar sem þeir uppljóstra um það að sumir nemendur nota snjallsíma til að svindla á prófum í HÍ. Greinarhöfundar segja að tilgangur prófa er að "prófa þekkingu nemenda". Því sé þetta háalvarlegt mál þar sem það mismunar nemendum í prófum - þ.e.a.s. að þeir sem hafa snjallsíma og nota þá til að svindla hafa forskot yfir aðra sem gera það ekki. Mögulegar lausnir eru að banna síma í prófum eða þá að hafa munnleg próf í stað skriflegra. Ég set stór spurningamerki við mat höfunda á tilgangi prófa og hvað vandamálið sé og hvort raunverulega er um vandamál að ræða.
E.o. áður segir telja greinarhöfundar að tilgangur prófa sé að kanna þekkingu nemenda. Í heimi þar sem breytingar verða sífellt örari er spurning hversu gagnlegt er að prófa þekkingu með þessu móti. Hvaða gagn er t.d. í því að kanna hvort laganemi geti lært lagabókstaf á minnið til að geta gúlpað því út úr sér á prófi þegar lög breytast sífellt? Ef þetta er raunverulega tilgangur prófa þá þarf að endurskoða prófin. Í breytilegum heimi skiptir ekki máli hvað nemandi getur lagt á minnið, heldur frekar hæfni hans til að afla sér og nýta upplýsingar til lausnar á tilteknum viðfangsefnum. Þetta reynir mjög á getu nemanda til að skipuleggja tímann sem hann hefur til að leysa prófverkefni og þekkingu hans á þeim gögnum sem nýtast við lausn verkefnisins.
Ef tilgangur prófa er e.o. ég hef lýst (sem er gagnlegri að mínu mati) þá held ég að vandamálið sé ekki að tilteknir nemendur noti upplýsingatækni til að svara prófspurningum heldur að flestir nemendur gera það ekki. Lausnin er því einföld - þ.e. einfaldlega að leyfa öllum nemendum að nota upplýsingatækni, hvort sem það er snjallsími eða tölva, í prófum og laga prófin að dýnamísku nútíma þekkingarsamfélagi.
Í raun finnst mér eitt það sorglegasta við þessa grein að þessir háskólanemar skulu vera svo heilaþvegnir af úreltum prófmiðuðum hugsunarhætti að þeim finnist eina lausnin í stöðunni vera að leita leiða til að viðhalda gamaldags aðferðunum. Samfélag nútímans er ört að breytast og það er fyrst og fremst þróun upplýsingatækni sem veldur þessum breytingum. Það virðist vera sterk tilhneiging, sér í lagi þegar kemur að menntamálum, að streitast á móti þessum breytingum. Þessi grein sýnir að það er ekki bara við stjórnendur og kennara að sakast heldur virðast margir nemendur vera fastir í úreltum hugsunarhætti líka. Ef nokkuð er þá staðfestir þetta mál og hvernig greint er frá því fullyrðingar Michael Fullans um að breytingar á menntakerfi krefjast umfangsmikilla samfélagslegra og menningarlegra breytinga til að ná tilætluðum árangri.
Vísindi og fræði | Breytt 14.11.2011 kl. 03:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)