8.9.2011 | 18:03
Skynsemi
24.8.2011 | 15:20
Innleiðing frjálss hugbúnaðar í framhaldsskólum
- hann er ódýrari - hugbúnaðurinn kostar ekkert og það eru engin leyfisgjöld
- hann er sveigjanlegri - notendur hafa frjálsan aðgang að tölvukóðanum og geta breytt honum að vild
- hann er öruggari - frjáls aðgangur að kóða eykur gegnsæi og villur finnast fljótt og eru fyrr lagaðar
Þrátt fyrir að þetta eru jákvæð skref er í raun ótrúlegt hvað það hefur tekið langan tíma fyrir skólafólk að viðurkenna frjálsan hugbúnað sem raunhæfan valmöguleika. Það kemur þó ekki mikið á óvart miðað hvernig umræðunni um notkun frjáls hugbúnaðar í skólum var háttað fyrir 5-10 árum (t.d. að láta aðila sem byggir afkomu sína á sérleyfishugbúnaði að framkvæma "mat" á frjálsum hugbúnaði - á hér sérstaklega við (ó)fræga skýrslu sem Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, vann fyrir menntamálaráðuneytið fyrir ca. 8 árum).
Það væri áhugavert að vita hvaða hugbúnað er verið að nota í þessum skólum. Nú er svo komið að það er hægt að fá frjálsan hugbúnað til að framkvæma vel flest það sem sérleyfishugbúnaður hefur verið notaður í til þessa. Bendi sérstaklega á vefinn OSALT.COM þar sem auðvelt er að finna frjálsan hugbúnað sem kemur í stað sérleyfishugbúnaðar.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2011 | 15:41
"Computer says no..."
Ég ætla að nota þennan morgun í að fara yfir nýjar námskrár menntamálaráðuneytisins. Sérstaklega vildi ég athuga hvort hægt væri að greina einhver áhrif frá útkomu Sóknaráætlunar 20/20. Tekið er fram á vef menntamálaráðuneytisins (m.a.s. feitletrað):
"Frá og með árinu 2007 eru allar námskrár eingöngu gefnar út á rafrænu formi og birtar á vef menntamálaráuneytis."
Í stað námskráa fæ ég bara þetta:
Þetta er allt of algeng sjón þegar verið er að sækja skjöl á vef ráðuneytisins, sérstaklega þegar engin önnur leið er til að nálgast þau.
Menntun og skóli | Breytt 6.9.2011 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef s.s. fátt um þetta að segja annað en að konan býr greinilega í einhverjum undarlegum ímynduðum heimi.
og endurbirt hér á Daily Kos (sem fréttamiðlar hér í USA vísa oft í):
Daily Kos: Icelands On-Going Revolution
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2011 | 16:25
Mála sér ímyndaðan heim með upplýsingatækni
Á netinu spretta upp samfélög þar sem deilt er um hin ýmsu mál sem einhverjum finnst skipta máli hverju sinni hvort sem er um pólitík, stök fræði, eða nýjustu tölvuleiki. Oftar en ekki eru þessi samfélög mörkuð af tiltekinni skoðun á málinu sem um er rætt. Það virðist sjaldan vera mikil blöndun mismunandi skoðanahópa. T.d. hér í Bandaríkjunum halda íhaldssamir sér á vefjum Fox News og "framfarasinnaðir" á vefjum CNN. Skoðanahópar geta gengið að því vísu að umræðan sem fer fram á hvorum staðnum fyrir sig endurspeglar fullkomlega þann veruleika sem þeir hafa ákveðið að sé til staðar. Í þau fáu skipti sem einhver dirfist að rengja ríkjandi heimsmynd á tilteknu vefsvæði eru þau ummæli fljótlega kaffærð í kommenta-flóði um óþolandi heimsku og veruleikafirringu viðkomandi. Ef það nægir ekki til að losna við aðskotamanninn er litaspjaldið dregið upp og heimsmyndin máluð á ný með tilvísunum í ótal heimildir sem móta svo skýrar línur að jafnvel hýperrealísku málarar 20. aldarinnar eru sem viðvaningar í samanburði.
Við íslendingar höfum verið fljót að tileinka okkur þessa nýju listgrein sem veruleika-myndgerðin er. Á hinum ýmsu vefsvæðum hafa myndast samfélög málara þar sem heimsmyndin er orðin svo skýr að ekki er um hana að efast. Hér á blog.is, eða "moggablogginu" e.o. það er svo oft kallað, eru nokkrir færustu málararnir. Milli þeirra hefur tekist mjög náin samvinna. Samtvinning verka þeirra hefur orðið til þess að við fáum ekki bara glefsur af heimsmyndinni heldur er líka gegnum gangandi söguþráður þannig að myndgerðin hreinlega lifnar við. Sagan segir sig sjálf og þeir sem dirfast að leggja fram efasemdir eru bara vorkunnsöm blind grey.
Nýlega lenti ég inn á bloggi eins forsprakka málara-elítu moggabloggsins, Jóns Vals Jenssonar, þar sem Jón Valur og félagar voru að móta öflugt nýtt verk um það hvort lönd sem höfðu gengið í ESB gætu sagt sig úr því. Nýja verkið er auðvitað í takt við ríkjandi heimsmynd þar á bæ, sem segir að ESB er alvald sem gleypir í sig allar þjóðir sem þar knýja á dyr. Auðvitað er ekki hægt að segja sig úr ESB, nema að framkvæmdastjórnin og hvert einasta annað land samþykkir úrsögnina. Eins og við vitum öll sem höfum virt fyrir okkur meistaraverk moggabloggs-málarana er ESB á höttunum eftir aðeins einu - þ.e. þessar miklu auðlindir okkar litla lands. Þegar þeir hafa náð að festa í okkur klærnar verður engin undankomuleið - þeir myndu aldrei samþykkja úrsögn! Það væri eins og að gefa frá sér pott af gulli.
Þó svo að Lissabon Sáttmálin, sem var samþykktur 2009, tók loks af skarið varðandi úrsögn landa úr ESB, er í heimsmynd þessara moggabloggara auðvitað óvefengjanleg staðreynd að það er nánast ómögulegt að segja sig úr ESB. Þessi nýja myndsmíð sýnir í raun hversu hæfileikaríkur hópur þetta er. Á litaspjaldinu þeirra eru bara þrír litir: samhengislausir úrdrættir úr Lissabon Sáttmálanum sjálfum, úrelt vefsíða hjá Danska þinginu, og örstutt samantekt um skýrslu "einhvers grísks embættismanns í seðlabanka ESB". Í Lissabon Sáttmálanum segir að samþykki vegins meirihluta aðildarríkja þarf til að samþykkja samninga. Í meðferð heimsmyndamálarana verður þetta ákvæði um að samþykki allra aðildarríkja þurfi til að einstakt land geti sagt sig úr sambandinu. Vefsíðan hjá Danska þinginu er mjög greinilega dagsett 25.07.2008, rúmu ári áður en Lissabon Sáttmálin var samþykktur. Í skýrslu gríska embættismansins segir ítrekað að með samþykki Lissabon Sáttmálans er ekki nokkur vafi að ESB lönd geta tekið einhliða ákvörðun um úrsögn sína. En þessi atriði skipta ekki nokkru máli. Þau eru ekki á litaspjaldi málarameistaranna heldur bara þessar stakar setningar sem vísað er í:
Lissabon Sáttmálinn: "A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union."
Danska þingið: "A country can indeed leave the EU, but in principle this requires the consent of all Member States."
gríski embættismaðurinn: "that unilateral withdrawal would undoubtedly be legally controversial"
Með sömu aðferð gæti ég hæglega málað heimsmynd þar sem bækurnar "Sjálfstætt fólk" er um fugla og "Kristnihald undir jökli" er um tertur. Gæti verið skemmtilegt en, satt að segja, sé ég ekki tilganginn í því.
Við höfum tilhneigingu til að ídealiséra upplýsingatækni, að gefa okkur að fólk sé betur upplýst með tilkomu upplýsingatækninnar. Raunin er að upplýsingatækni gerir fólki einstaklega auðvelt að einangra sig í sínum skoðanaheimi. Þegar fólk hafði lítið val um hvaða upplýsingum var miðlað til þess var nánast ógert að verða ekki fyrir ólíkum skoðunum. Nú má hæglega ganga í gegnum lífið nánast án þess að vita af ólíkum skoðunum.
Menntun og skóli | Breytt 18.5.2012 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sóknaráætlun 20/20 er ætlað að veita stefnumótendum innsýn í væntanlega framtíðarþróun, eða þá æskilega þróun, sem hefur áhrif á langtíma áætlanagerð. Slíkar áætlanir hafa verið kallaðar forsýn (e. foresight), eða tæknileg forsýn (e. technology foresight) þar sem áhersla er á tæknilega þróun. Slík verkefni hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim, þó sérstaklega í Evrópu. Á tíunda áratug síðustu aldar var meira um tæknilega forsýn þar sem áhersla var lögð á mótun stefnu varðandi ráðstöfun opinbers fjár fyrir rannsóknir og nýsköpun. Á síðustu 10 árum hefur aðferðin verið notuð í auknu mæli fyrir langtíma áætlanagerð á ýmsum stefnumótunarsviðum, ekki síst í menntun. Vaxandi áhugi á forsýn í Evrópu undanfarið er mest vegna hvatningar ýmissa stofnana ESB og annarra alþjóðlegra stofnana til að auka langtíma áætlangerð. Hjá ESB er sérstaklega að nefna fjölmörg verkefni á vegum Joint Research Centre - Institute for Prospective Technological Studies (JRC-IPTS) sem miða að því að kynna forsýn og auka hæfni stefnumótenda til að beita aðferðum sem stuðla að langtíma áætlanagerð.
Í menntun hefur forsýn fyrst og fremst verið notuð í tengslum við stefnumótun fyrir háskóla vegna tengsla háskóla við rannsóknaumhverfinu sem forsýn er sprottin úr. Notkun forsýnar fyrir almenna mótun menntastefnu hefur þó farið vaxandi undanfarin áratug. Má sérstaklega nefna verkefni OECD "Schooling for Tomorrow", sem fjöldi landa hefur tekið þátt í (því miður er Ísland ekki meðal þeirra).
Undanfarið hef ég skrifað fjölda greina á enska blogginu mínu um tæknilega forsýn og mótun menntastefnu, enda snýst doktorsverkefnið mitt um það. Ég vildi gjarnan skrifa meira hér á þessu bloggi um forsýn en því miður sjaldan haft tíma til þess. En ég hvet þá sem hafa áhuga á forsýn og langtíma áætlanagerð fyrir menntun að kynna sér efnið sem þar er. Ég hef sérstaklega reynt að vera duglegur að setja inn tengla og tilvísanir á gagnlegt lesefni og rannsóknir.
10.3.2011 | 15:43
Árleg ráðstefna 3f - framtíðin sem var í gær?
Fyrst er það yfirskriftin, "Framtíðin er núna". Þarna er auðvitað verið að leika sér með orðin en segjum alveg eins og er, ef maður tekur þessu bókstaflega er þetta villandi og, að ég held, ekki rétt skilaboð. Það er afskaplega fátt meðal dagskrárliðana sem hefur eitthvað með framtíðina að gera. Ég hefði frekar kosið eitthvað eins og, "Framtíðin er handan við hornið", "Nú styttist í framtíðina", "Framtíðin mótast núna", eða eitthvað á þá leið - og hafa þá dagsrárliði þar sem fjallað er um framtíðina. Fá sérfræðinga til ræða um t.d. hvaða þróun má gera ráð fyrir í upplýsingatækni á næstu fimmtán árum, og hvernig skólahald breytist með tilkomu slíkrar tækni. Það er engin fjarstæða að hugsa svona langt fram í tímann og má reyndar líta á þetta sem fremur stutt tímabil í samhengi skólahalds. Stefnumótun tekur minnst nokkur ár. Það þarf að undirbúa kennaramenntun sem tekur nú fimm ár. Þau börn sem byrja í 1sta bekk í haust verða nýstiginn út á vinnumarkað eftir 15 ár. 15 ár er ekki langur tími í skólastarfi en 15 ár er framtíð og er ekki núna. Þeim mun örar sem tækni þróast er þeim mun brýnna að beina sjónum okkar að framtíðinni og vinna skipulega að langtíma áætlunum. Ráðstefna e.o. þessi er kjörið tækifæri til að móta sýn okkar á framtíðinni en þá þarf það að gerast á markvissan hátt.
Í öðru lagi sýnist mér tæplega helmingur dagskrárliða vera vörukynningar frá fyrirtækjum. Ég skil það vel að það kostar sitt að skipuleggja svona ráðstefnu og að tekjur félags e.o. 3f nægja varla til að mæta slíkum kostnaði. Það er því óhjákvæmilegt að hleypa styrktaraðilum að, en það er fátt sem fer jafnmikið í taugarnar á mér og að mæta á ráðstefnu sem reynist síðan vera að miklu leyti dulin auglýsing fyrir tiltekna aðila. Þarna hefði mátt gera skýrari greinarmun á vörukynningum og þeim kynningum sem snúa raunverulega að vísindalegri þróun og miðlun þekkingar um upplýsingatækni í skólastarfi.
22.2.2011 | 17:13
Ánægjulegt að sjá nýjar áherslur í þróunarsamstarfsmálum
Þegar skýrsla Valgerðar kom út var "nýfrjálshyggjustjórnin" við völd og skýrslan endurspeglaði áherslur hennar og þannig séð var í samræmi við nýfrjálshyggjustefnur í öðrum löndum. Það má segja að þetta var "zeitgeist" þess tíma. Það kom því ekki á óvart stuttu síðar þegar orkuútrásavíkingar urðu áberandi í þróunarstarfi Íslendinga, sérstaklega í tengslum við starfssemi ÞSSÍ í Níkaragva. Samsstarfi ÞSSÍ við Níkaragva var slitið eftir hrun fyrir utan eitt jarðvarmaverkefni sem er að mestu í höndum ÍSOR og er áætlað að ljúki á næsta ári.
Ég skrifaði grein í einhvern fjölmiðilinn (man ekki hvort það var Morgunblaðið eða Fréttablaðið) nokkrum dögum eftir að skýrsla Valgerðar kom út þar sem ég gagnrýndi m.a. það að svo mikil áhersla skyldi lögð á hagsmuni Íslendinga en ekki þróunarlanda í þróunarstarfi. Ég fékk engin viðbrögð, sem kom mér s.s. ekki mikið á óvart. En þá kom mér sérstaklega á óvart þegar rúmu hálfu ár síðar, Valgerður (sem þá var ekki einu sinni lengur ráðherra) var fljót að bregðast við skrifum Sölmundar Karls Pálssonar þar sem hann fór fögrum orðum um þessa sömu skýrslu sem ég hafði gagnrýnt. Þegar ég var við heimspekinám í HÍ sagði einn prófessorinn við mig að ef þú ert sammála öllu því sem einhver segir þá er til lítils að skrifa um það þar sem þú hefur í raun ekkert til málanna að leggja. Sölmundur Karl og Valgerður fengu greinilega aldrei þau skilaboð.
Mér þykir það því sérlega ánægjulegt að í þessari nýju skýrslu er talað sérstaklega um að þróunarstarf taki mið af hagsmunum þeirra þjóða sem þurfa á þróunaraðstoð að halda, jafnrétti kynja og mikilvægi menntunar í öllu þróunarsamstarfi.
Menntun og skóli | Breytt 15.6.2011 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 14:18
Meingölluð skoðanakönnun MMR um Icesave
Nýlega var sagt frá skoðanakönnun MMR sem sýnir að 57% Íslendinga ætla að samþykkja Icesave lögin í kosningu. Einn bloggari hér á blog.is benti á þann alvarlega galla á skoðanakönnuninni, sem ég tók undir, að úrtakið náði aðeins til þeirra sem eru 18-67 ára. Af einhverjum ástæðum hefur bloggarinn fjarlægt færsluna af bloggi sínu. Ég held að þetta sé samt eitthvað sem er þess virði að vekja athygli á.
MMR gefur enga ástæðu fyrir að Íslendingar eldri en 67 ára eru ekki í úrtakinu. Það er alvarlegt að úrtak nái ekki til allra sem málið varðar, sérstaklega þegar um er að tiltekinn hóp sem hægt er að skilgreina út frá ákveðnum forsendum. Íslendingar eldri en 67 ára eru í dag um 31.500 manns. Fjöldi íslendinga á kosningaaldri, þ.e.a.s. 18 ára og eldri, eru samtals um 238.000. Þarna eru því 13% af kosningabærum Íslendingum ekki hafðir með í úrtakinu. Þetta getur skekkt niðurstöður könnunarinnar all verulega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er búinn að leiðrétta færsluna eftir ábendingu frá Svavari Kjarrval (sjá umræður neðst). Þökk sé ábendingu hans áttaði ég mig á því að í útreikningi villumarka hafði ég reiknað með 0,68 þar sem átti að vera 0,068. Villumörkin breytast töluvert við endurreikninginn (±24% verða ±8%) en tölfræðileg ályktun breytist lítið þar sem ±8% telst líka vera óæsættanleg villumörk.
Áreiðanleikakönnun fulltrúa kjosum.is á undirskriftalista sem afhendur var forseta í vikunni er út í hött. Miðað við þau 74 svör sem fengust frá 100 manna slembiúrtaki eru villumörkin ±8%!
Þegar fulltrúar kjosum.is afhentu forseta undirskriftalistann sinn upplýstu þeir um að þeir hefðu kannað áreiðanleika undirskriftanna. Þetta gerðu þeir með því að hafa samband við 100 manna slembiúrtak af listanum og spyrja hvort viðkomandi hefði í raun skráð nafn sitt á vefnum þeirra. Það var tekið fram að ætlunin var að hafa samband við 800 manna úrtak (reikningar mínir hér fyrir neðan sýna að það hefði verið mjög viðeigandi fjöldi) en á endanum var haft samband við 100 "vegna tímaskorts". 100 manna slembiúrtak miðað við fjölda undirskrifta hefur nákvæmlega ekkert að segja. Forsvarsmennirnir hefðu alveg eins getað sleppt þessu.
Í tölfræði eru til nákvæmar aðferðir til að reikna úr hversu stórt slembiúrtak þarf til að tryggja áreiðanleika kannana. Forsvarsmenn kjosum.is hafa ekki séð ástæðu til að fylgja þeim leikreglum. Hérna ætla ég að sýna með mjög algengri reiknaðferð hversu stórt slembiúrtak hefði í raun þurft í þessu tilfelli. Ath. að það er ansi langt síðan ég hef stundað tölfræði á íslensku og er kannski ekki með íslensku hugtökin alveg á hreinu þannig að ég læt ensk hugtök fylgja með.
Formúlan sem við notum til að reikna lágmarksstærð slembiúrtaks er:
Við viljum tryggja sem hæstan áreiðanleika og þar sem þessi könnun er mjög einföld (aðeins ein spurning) ætti það að ganga. Þannig að við notum mjög hátt öryggisstig (e. confidence level) (þetta er ekki skoðanakönnun - okkur ber að heimta að gögnin eru mjög áreiðanleg), eða 99% og lága villutíðni (e. margin of error), eða ±3. Við skulum líka gera ráð fyrir að langflestir sem við höfum samband við hafi í raun skráð nafn sitt á undirskritalistann, segjum 90%. Setjum tölurnar í formúluna og þá er hún svona:
Við reiknum þetta og fáum út 663. Þetta er lágmarksstærð slembiúrtaks miðað við forsendur okkar og ótakmarkað þýði (e. population), þ.e.a.s. að fjöldinn sem slembiúrtakið er tekið úr er ekki tilgreindur. Sumum finnst þetta kannski heldur lág tala miðað við ótakmarkað þýði, en það er vegna þess að við gerum ráð fyrir að mjög fáir (aðeins 10%) hafi villt á sér heimildir við skráningu á undirskriftalistann. Þannig að óvissan er mjög lítil og þar af leiðandi þarf ekki stórt slembiúrtak. Við getum líka reiknað út slembiúrtaksstærð miðað við tiltekið þýði (þ.e.a.s. fjölda undirskrifta sem söfnuðust) en þar sem óvissan er svo lítil í þessu tilfelli hefur það lítið að segja (reyndar reiknaði ég þetta og þá var slembiúrtakið 652. Munurinn er vel innan villumarkana ±3 þannig að hann skiptir ekki máli).
Svo er rétt að snúa þessu öllu við og reikna hver raunveruleg villutíðnin er miðað við slembiúrtak forsvarsmanna kjosum.is. Þá reiknum við þetta svona til að fá staðalvilluna (e. standard error):
og fáum 0,03
Margföldum svo við z-gildið sem samræmist 99% öryggistigi:
2,576 x 0,03 = 0,08
Villutíðnin miðað við slembiúrtakið er ±8%!
S.s. þessi 93,2% sem sögðu "já" í áreiðanleikakönnuninni benda til þess að ef við framkvæmdum könnunina aftur mættum við gera ráð fyrir að milli 85,2% og 100% myndu svara "já" í hvert skipti sem hún er framkvæmd. Þetta telst ekki áreiðanlegt í tölfræðinni. Það er of mikil óvissa til að geta ályktað nokkurn skapaðan hlut.
Látið endilega vita ef þið sjáið eitthvað athugavert við útreikninga mína.
Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2011 kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)