Færsluflokkur: Tölvur og tækni
11.3.2015 | 15:28
Um skaðsemi þráðlauss nets, súrsaðs grænmetis og annarra hættulegra efna
Í Fréttatímanum um daginn birtist grein Margrétar Pálu Ólafsdóttur, Snjallbörn í snjallheimi, þar sem hún varar við ýmsum hættum snjalltækja í umhverfi barna. Hún bendir t.d. á uppeldisleg áhrif þess að börn fái e.t.v. ekki nægilega fjölbreytta örvun. Þetta getum við sagt að sé "kommon sens" - ekkert nýtt þar á ferðinni. Annað tel ég vera hræðsluáróður. Margrét Pála bendir á mögulegar heilsufarslegar hættur útvarpsbylgja þráðlausra neta. Máli hennar til stuðnings bendir hún á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafi sett utvarpsbylgjur af því tagi sem um ræðir á lista yfir mögulega krabbameinsvaldandi umhverfisþætti. Ennfremur segir hún, sem á væntanlega að styðja hennar málstað enn frekar, að Frakkar hafi bannað þráðlaus net í leikskólum.
Rétt er að Frakkar samþykktu nýjar reglur um þráðlaus net á svæðum þar sem börn 3ja ára og yngri hafast við. Ég er ekkert sérstaklega sleipur í frönskunni en eins og ég skil þetta væri réttara að segja að reglugerðin takmarki mjög notkun þráðlausra neta en ekki að þau séu með öllu bönnuð (hvet lesendur sem skilja betur til að leiðrétta mig ef þarf). En hér má spyrja, af hverju var þessi reglugerð samþykkt? Eflaust hefur það eitthvað með ákvörðun franskra yfirvalda að gera að útvarpsbylgjur voru settar á lista WHO sem Margrét Pála nefnir, enda oft vísað í hann í umræðunni um nýju reglugerðina.
WHO setti útvarpsbylgjur í svokallaðan 2b flokk yfir umhverfisþætti sem eru mögulega krabbameinsvaldandi en ekki hefur verið sýnt fram á orsakasamband. Það er ansi margt í þessum 2b flokki, en þar finnum við t.d. kaffi, aloe vera og súrsað grænmeti svo eitthvað sé nefnt. Nú er ekki óalgengt að við takmörkum aðgengi ungra barna að kaffi enda finnst þeim það rosalega vont og sennilega mega þau ekki við auka peppinu sem fylgir. Ég kannast hins vegar ekki við að Frakkar né aðrir hafi sérstaklega reynt að takmarka aðgengi ungra barna að aloe vera eða súrsuðu grænmeti. Það að efni eða umhverfisþættir séu settir í 2b flokk WHO þykir því auglóslega ekki nægileg ástæða til að takmarka aðgengi að þeim.
Af hverju hafa Frakkar þá ákveðið að takmarka þráðlaus net í umhverfi barna? Tja Satt að segja þá veit ég það ekki. Fræðimenn eru að mestu á einu máli um að lítil krabbameinshætta stafi af útvarpsbylgjum. Þeir telja almennt að engin fræðilegur möguleiki er á því að útvarpsbylgjur geti valdið krabbameini, að slíkt samræmist ekki náttúrulögmálum eins og við skiljum þau nú. Það er að segja, að mati helstu lífeðlisfræðinga heims er ekki hægt að sýna fram á að útvarpsbylgjur valdi krabbameini nema með því að gjörbreyta vísindalegri heimsmynd okkar.
Það er alltaf einhver lítill hópur meðal fræðimanna og almennings sem sér hlutina öðruvísi. Slíkir hópar er oft nokkuð duglegir að koma skoðunum sínum á framfæri og halda þannig á lofti ímynduðum vafa. Og þarna virðumst við komin að kjarna rökfærslu Margrétar Pálu enda segir hún:
"Ef börn eiga að njóta vafans ættu barnafjölskyldur að slökkva á þráðlausa netinu nema þá stuttu stund sem samkomulag er um að fjölskyldan skreppi í netheimana."
Og þá spyr ég - hvaða vafi er það, Margrét Pála, og eigum við að hafa sömu áhyggjur af súrsuðu grænmeti?
Tölvur og tækni | Breytt 12.6.2015 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2015 | 12:38
Áður en allir fara að segja upp Facebook...
Síðustu daga hefur verið nokkur umræða um meðferð Facebook á persónulegum gögnum. Umræðan virðist eiga rætur að rekja (að þessu sinni - er alls ekki ný af nálinni) til erindis sem Ævar Einarsson, ráðgjafi hjá Deloitte, flutti á einhverri samkomu nýverið. Fréttir RÚV um málið gefa til kynna að miklar breytingar hafi átt sér stað um áramótin sem fela í sér stóraukið aðgengi Facebook að persónulegum gögnum sem hafa ekkert með notkun á miðlinum að gera. Skilaboðin eru nokkuð skýr, Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú notar Facebook!, eða eins og Ævar segir,
Ef þú vilt vera alveg viss að þessar upplýsingar leki ekki til þriðja aðila og að myndirnar þínar séu ekki notaðar, þá verðurðu náttúrulega bara að hætta að nota Facebook
En Facebook hefur reynst mjög gagnleg fyrir marga notendur (sjá t.d. öll starfssamfélög skólafólks sem nota fésbók í markvissa starfsþróun). Er það sem hér er verið að ræða næg ástæða til að fórna því öllu? Ég held ekki. Í þessari umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga er farið heldur frjálslega með sumar staðreyndir, byggt á vanþekkingu á heimildakerfum í nútímatækjum, sök varpað á ranga aðila og alið á ótta sem ég tel að eigi ekki rétt á sér.
Ég ætla taka hvert atriði í þeirri röð sem birtist hér að ofan:
1. Hefur einhver stórtæk breyting átt sér stað nýlega sem gerir meðferð Facebook á persónulegum gögnum meira áhyggjuefni en var áður?
Það er ekki að sjá að svo sé. Þær heimildir sem Facebook-öpp (Facebook Messenger þar með talin) láta notendur samþykkja eru nokkurn veginn þær sömu í dag og þær voru síðasta haust þegar spjall-möguleikar voru endanlega færðir í sér app á snjall- og fartækjum. Ég hef ekki skoðað heimildirnar lengra aftur í tímann en leyfi mér að giska að þær hafi lítið breyst í nokkurn tíma. Ástæðan skýrist þegar ég segi aðeins frá því hvernig þessar heimildir virka í snjall- og fartækjum. Annars má áætla að margar smávægilegar breytingar hafi verið gerðar af og til enda breytast þarfir með virkni hugbúnaðar og Facebook öppin eru í stöðugri þróun.
2. Af hverju eru Facebook öppin að láta samþykkja mjög víðtækar heimildir?
Umsýsla og skipulagning heimilda í snjall- og fartækni er furðu vanþróuð og vantar mikið upp á gagnsæi í þeim málum. Í mjög einföldu máli þá virkar þetta þannig að öpp fara fram á að fá þær heimildir sem þau þurfa til að gera það sem þeim er ætlað að gera. Gallinn er að notendur eru ekki alltaf með á hreinu hvað öppunum er ætlað að gera og hvernig þau gera það. Þar við bætist að heimildir í snjall- og fartækjum eru yfirleitt bara samþykktar einu sinni, þ.e. þegar appið er sett upp. Þar af leiðandi þarf appið að fara fram á að fá heimildir fyrir fítusa sem viðkomandi ætlar sér kannski ekki að nota í upphafi til þess að þeir verði til staðar síðar.
Samfélagsmiðlar e.o. Facebook hafa þróast mjög hratt á undanförnum árum þannig að fólk notar þá núorðið til ansi margs (skoðið heimildirnar fyrir önnur slík öpp, t.d. Google+ eða Twitter - öll þessi öpp eru með mjög víðtækar heimildir). Fólk er að deila myndum, spjalla, skiptast á skjölum, láta vita af sér (og kannski hvar maður er) og margt fleira. Hugbúnaðarframleiðendur eru ekki í því að sérsníða öpp fyrir hvern notanda þannig að appið þarf að geta gert allt sem Facebook býður upp á. Ef heimildirnar sem Facebook appið fer fram á eru skoðaðar þá sést greinilega hvað er þarna í gangi, t.d.:
- Appið þarf að geta notað myndavélina vegna þess að sumir vilja deila myndum.
- Appið þarf aðgang að sms vegna þess að sumir notendur vilja fá tilkynningar um virkni eða þjónustu (t.d. vegna glataðs leyniorðs) í sms.
- Appið þarf aðgang að símaskrá vegna þess að sumir vilja geta hringt í vini beint úr appinu eða tengt saman vinaskrá og símaskrá.
- Appið þarf aðgang að skráningum fyrir ýmsar þjónustur vegna þess að sumir vilja geta skráð sig inn í þjónustur með Facebook aðganginum.
- Appið þarf aðgang að upplýsingum um vefnotkun vegna þess að sumir vilja deila vefsíðum.
- o.s.frv.
Þannig að Facebook appið fer fram á þær heimildir sem þarf til að gera það sem fólk vill nota appið til að gera. Það breytir því ekki að möguleiki á misnotkun er fyrir hendi en það er ekki Facebook (né öðrum hugbúnaðarframleiðendum) að kenna, eins og ég útskýri í næsta lið.
3. Af hverju get ég ekki slökkt á heimildum sem fylgja fítusum sem ég nota ekki?
Það fer reyndar eftir því hvaða stýrikerfi þú ert að nota. Í IOS kerfi Apple er hægt að stjórna heimildum að einhverju leyti. Í privacy stillingunum er hægt að slökkva og kveikja á tilteknum heimildum fyrir einstök öpp (það sést þar líka hvaða öpp hafa nýtt sér heimildir og á iPadnum mínum er notkun Facebook og annarra þekktra samfélagsmiðla í fullkomnu samræmi við það sem ég myndi búast við - ekkert spúkí í gangi). Í Android kerfi Google var um tíma hægt að breyta heimildum fyrir einstök öpp. Til þess að gera það þurfti að setja inn app sem gerði falinn fítus sýnilegan. Þetta hvarf með kerfisútgáfu 4.4 og engin leið er að vita hvort né hvenær það ratar aftur inn. Þannig að sökin hvað þetta varðar (ef einhver er) liggur ekki hjá Facebook eða öðrum sem framleiða öpp heldur hjá aðilanum sem býr til stýrikerfið, sem er auðvitað í flestum tilvikum Apple eða Google. Apple hefur staðið sig betur hvað þetta varðar.
4. Þarf ég þá ekkert að óttast?
Ég held að óttinn sem maður verður stundum var við er frekar yfirdrifinn. Ef okkur finnst ástæða til að óttast þá er líklegast fátt í stöðunni annað en að endurhugsa hvernig við notum samfélagsmiðla og netið yfirleitt. Betra er að reyna að vera meðvituð um það sem við gerum með tækni, skilja hvernig tæknin virkar og beita heilbrigðri skynsemi í okkar samskiptum í stafræna veruleikanum. Eins og öll önnur samskipti og viðskipti þá byggist þetta allt á trausti og ef við treystum ekki aðilanum sem við erum að díla við þá þurfum við að hafa það í huga þegar við notum þjónustuna hans eða hreinlega að nota hana ekki. Ég veit ekki til þess að Facebook eða aðrir samfélagsmiðlar hafi orðið uppvísir að því að misnota aðstöðu sína gagnvart notendum með saknæmum hætti og ég treysti þeim þess vegna. Það breytir því samt ekki að ég fer mjög varlega á netinu og í mínum rafrænu samskiptum almennt. Þar að auki verð ég líklega með þeim fyrstu til að breyta heimildum appa samfélagsmiðla í Android símanum mínum þegar það verður hægt. Það er einfaldlega vegna þess að það eru heimildir í gangi sem tengjast þjónustum sem ég nota ekki og því ástæðulaust að þær séu opnar.
Það verður hver og einn að ákveða fyrir sig hvort og hvernig þeir vilja nota samfélagsmiðla. En ekki láta ákvörðunina ráðast af svona æsifréttamennsku sem hefur verið í gangi hér á landi síðustu daga. Kynntu þér málið - hver er raunverulega hættan, hverjir eru kostirnir, hverjir eru gallarnir? Umfram allt beittu heilbrigðri skynsemi. Af hverju ætti aðili eins og Facebook að fórna stöðu sinni sem stærsti og helsti samfélagsmiðill í heiminum með því að laumast í sms skilaboð sem hafa ekkert með hann að gera? Þetta er bara frekar asnaleg pæling. Ef þú hefur virkilega áhyggjur af þessu þá hefurðu ýmsa valkosti: Fáðu þér iPhone, hakkaðu Android símann þinn til að geta stýrt heimildum (það eru ýmsar leiðir til þess), eða hreinlega hættu að nota samfélagsmiðla. En umfram allt vertu með á hreinu af hverju þú kýst þá leið sem þú ferð og hvað hún felur í sér. Mín ráð eru, slappaðu af, láttu ekki stjórnast af æsifréttamennsku og kynntu þér málin.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.1.2015 | 13:54
Manifesto 15 - gott framtak en örlítið gallað
Nýlega sendi Dr. John Moravec og fleiri frá sér Manifesto 15: Evolving Learning (sjá íslenska þýðingu Ragnars Þórs Péturssonar hér - Manifesto 15: Nám í þróun). Þetta er frábært framtak hjá Moravec og kollegum, og Ragnar Þór á þakkir skildar fyrir snara snörun yfir á íslensku.
Eins og segir í upphafi yfirlýsingarinnar, þá er um að ræða yfirlit yfir stöðu skóla- og menntamála í dag í ljósi reynslu kennara, stefnumótenda, skólastjórnenda og annarra sem koma að menntamálum. Það er margt hér sem er mjög kunnuglegt fyrir mér enda erum við Moravec ágætir kunningjar og kenndum saman kúrs um framtíð samfélags og starfa við Háskólann í Minnesóta, ásamt leiðbeinanda okkar beggja, Dr. Arthur Harkins.
Þó mér finnist framtakið lofsvert er tvennt sem böggar mig í yfirlýsingunni sjálfri. Í fyrsta lagi er fullyrðingin The future is already here , og í öðru lagi að höfundar virðast ganga út frá því að strategísk framtíðarsýn á skóla- og menntastarf sé til staðar eða að hún geti orðið til með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Þetta tvennt er svolítið skylt vegna þess að bæði tengjast hæfni til að móta uppbyggilega og raunhæfa framtíðarsýn sem hægt er að byggja menntastefnu á. Mín reynsla er að það vantar að efla þessa hæfni innan íslensks menntakerfis. Það stafar af ýmsu, en aðallega af tvennu: þeir sem koma að stefnumótun og innleiðingu hafa takmarkaða þekkingu á tækniþróun og hvernig hún mótar samfélag; og þekking á framtíðarfræðum og aðferðum hennar, sem framtíðarsýn þarf að byggja á, er mjög lítil ef þá nokkur.
Það er vinsælt að vitna í þessa fleygu setningu Williams Gibsons, The future is already here - its just not very evenly distributed., enda er hún ansi smellin og flott. En hún er líka röng og villandi. Framtíðin er ekki hér í neinum skilningi. Hana er ekki að finna neins staðar í umhverfinu okkar. Framtíðin er alltaf þessi óráðni tími sem er framundan sem við höfum ekki enn upplifað. Við getum bent á ýmislegt í kringum okkur sem okkur finnst gefa vísbendingar um hvernig framtíðin getur orðið en þá erum við að benda á hluti sem eru í núinu, ekki í framtíðinni. Sumum finnst ég kannski vera með hártoganir út af engu hér, en mín reynsla er að þetta hugarfar, að halda að framtíðin sé einhversstaðar í kringum okkur, er ein helsta hindrunin fyrir framtíðarmiðaðri hugsun í skólastarfi og stefnumótun. Ég hef skrifað um þessi mál áður og frekar en að endurtaka mig bendi ég á eftirfarandi greinar, sem ættu líka að varpa ljósi á seinni athugasemdina mína:
- Framtíð menntunar: Hvað á að horfa langt fram í tímann?
- Kunnum við nógu vel á framtíðina?
- Fylgstu með framtíðinni - við vitum meira en margir halda
Tölvur og tækni | Breytt 12.6.2015 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2014 | 11:39
Fylgstu með framtíðinni - við vitum meira en margir halda
- Áherslur aðila sem veita styrki til tækniþróunar og verkefni sem tæknifyrirtæki, verkfræðingar og tölvufræðingar eru að fást við hverju sinni.
- Neysluvenjur og vilji neytenda.
- Skapandi hugmyndir um mögulega tækniþróun sem birtist í myndlist, kvikmyndum, skáldsögum og þess háttar.
- Kurzweilai.net: Þetta er vefur Ray Kurzweil sem er líklega með þekktustu framtíðarfræðingum heims um þessar mundir. Kurzweil er með öflugt lið sem fæst við að greina upplýsingar um tækniþróun og eru margar niðurstöður settar fram á aðgengilegu formi á þessum vef.
- Sutura.io: Þetta er tiltölulega nýr vefur þar sem hægt er að nálgast vikuleg yfirlit yfir fréttnæma viðburði úr heimi tækni, vísinda og fleira. Ég er ekki viss hver stendur á bak við þennan vef en held að það sé einn Alex Klokus, frumkvöðull sem starfar í New York borg. Þessi vikulegu yfirlit hófu að birtast fyrir nokkru á Futurology þræðinum á samfélagsvefnum Reddit en auðveldara er að nálgast ný og eldri yfirlit á þessum vef.
- TED: Þennan vef þekkja líklega margir. TED stendur fyrir Technology, Entertainment, Design en efni sem kynnt er á margfrægum TED ráðstefnum nær yfir töluvert breiðara svið en titillinn gefur til kynna. Mörg TED erindi fjalla um það nýjasta sem er að gerast í heimi vísinda og tækni og hvaða áhrif tækni- og vísindaleg þróun getur haft á samfélag og umhverfi til skemmri og lengri tíma litið.
- Omni Reboot: Omni Reboot er tilraun til að endurlífga hið merka tímarit Omni sem var gefið út á árunum 1978-1995. Tímaritið þótti sérstakt fyrir áhugaverða blöndu efnis úr heimi vísinda og vísindaskáldskapar. Framtíðarmiðaður vísindaskáldskapur er ekki síður gagnleg upplýsingaauðlind fyrir framtíðarfræðinga en vísindin sjálf vegna þess að þar eru oft settar fram hugmyndir um mögulega framtíð á áhrifaríkan og lifandi hátt. Mörg dæmi eru um það að tækninýjung eigi rætur að rekja til þess að einhver með tækniþekkingu heillaðist af möguleikum sem lýstir voru í vísindaskáldsögu eða kvikmynd. Fyrsti farsíminn er eitt þekktasta dæmið um slíkt. Martin Cooper, sem stýrði þróun farsímans, hefur margoft sagt frá því að hann sótti innblástur í upphaflegu Star Trek þáttaröðina.
Tölvur og tækni | Breytt 4.11.2014 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2014 | 10:23
Illa upplýstar fréttir um tæknimál eru óþarflega villandi
iPhone gæti komið í stað greiðslukorta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2014 | 11:11
Ný gjaldskrá Símans = aukinn kostnaður fyrir kennara og nemendur
Síminn hyggst rukka fyrir alla notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2014 | 10:08
Kunnum við nógu vel á framtíðina?
- Flestum reynist erfitt að hugsa lengra en 5 ár fram í tímann nema þá í rótgrónum staðalmyndum.
- Framtíðarsýn byggir oftar en ekki á ímynduðum stöðugleika, það er að segja að jafnvel þegar við hugsum 5 ár fram í tímann eða lengra endurspeglar sýnin nútímann án nægilegs tillits til fyrirsjáanlegra breytinga.
- Tiltölulega fáir meðal sérfræðinga, stefnumótenda eða almennings fylgjast nægilega með því sem er að gerast í tækni- og samfélagsþróun hverju sinni til að geta sett fram raunhæfar áætlanir um hvers er að vænta 10-15 ár fram í tímann.
- Huga að því hvernig við ætlum að afla upplýsinga, vinna úr þeim og miðla til þeirra sem þurfa,
- og byggja markvisst upp hæfni þeirra sem koma að, eða hafa áhrif á, ákvarðanatöku til að móta raunhæfa framtíðarsýn sem hægt er að fylgja til lengri tíma.
Tölvur og tækni | Breytt 19.6.2014 kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2014 | 11:00
Eru tæknibönn bara til að takast ekki á við raunveruleikann?
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.7.2013 | 17:07
Ekki fyrsti 3víddar prentarinn á almennum markaði
Blaðamaður mbl.is virðist hafa gjörsamlega misskilið fréttina sem hann notar sem heimild. Þar er ekki sagt að þetta sé fyrsti 3víddar prentarinn á "almennum markaði" heldur að þetta sé fyrsti prentarinn sem seldur er á "high street", þ.e.a.s. út úr gamaldags staðbundinni verslun (og er sennilega átt við Bretland sérstaklega). Þrívíddar prentarar hafa verið auðfáanlegir í nokkur ár, þá helst með því að panta á netinu. Einn sá fyrsti sem var tiltölulega ódýr og aðgengilegur almenningi á netinu var RepRap prentarinn. Hægt er að sækja teikningar fyrir samsetningu RepRap og þrívíddar teikningar fyrir alla nauðsynlega parta og íhluti ókeypis á netinu. Notandinn sér svo um að verða sér úti um parta og setja tækið saman. Fab@home býður upp á svipað og RepRap. Í dag eru margir 3víddar prentara sem hægt er að kaupa á netinu og fá senda bæði samsetta og ósamsetta og er verð á þeim sem ætlaðir eru almenningi allt frá nokkrum þúsundum bandaríkjadölum og niður í 6-700 dollara.
Fyrir þá sem hafa keypt 3víddar prentara eru komnir upp vefir þar sem hægt er að sækja fjölda módela til að prenta eftir, t.d. Thingiverse þar sem öll módel er opin og ókeypis.
Þrívíddar prenttæknin er komin töluvert lengra á leið en margan grunar...
Fyrsti 3D prentarinn í almenna sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 10.7.2013 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2013 | 21:37
Tækninýjungar og framtíð menntunar
- aukið aðgengi að alls kyns hlutum vegna þess að það þarf ekki að hugsa um hvernig eigi að koma framleiddum vörum á þá staði þar sem þær verða notaðar
- fýsilegt að setja á markað vörur sem hefðu ekki svarað kostnaði þar sem ekki þarf að taka tillit til framleiðslukostnaðar á vörum sem er gert ráð fyrir að seljist í litlu upplagi
- krefst annarrar hæfni í vöruþróun, sérstaklega þarf hæfni eða innsýn í hönnunarferli
- þarf að huga að sjálfbærni og umhverfislegum þáttum til þess að tryggja að breyttar framleiðsluaðferðir (sem færist á neytandann) leiði ekki til sóunnar og ofnotkunar á takmörkuðum auðlindum
Tölvur og tækni | Breytt 12.7.2013 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)