Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Tim Berners-Lee um Web 2.0

Að mínu mati er allt tal um "Web 2.0" í raun ekkert annað en fólk að reyna að fela það að það fattaði ekki það sem það hefði átt að fatta fyrir löngu, þ.e. að þetta er ekkert nýtt (sjá gamla færslu hér). Þetta er það sem vefurinn átti alltaf að vera. Tim Berners-Lee, upphafsmaðurinn af öllu saman, er greinilega sammála (kannski ögn meira dipló en ég) eins og má sjá í broti úr nýlegu samtali:

"LANINGHAM: You know, with Web 2.0, a common explanation out there is Web 1.0 was about connecting computers and making information available; and Web 2 is about connecting people and facilitating new kinds of collaboration. Is that how you see Web 2.0?

BERNERS-LEE: Totally not. Web 1.0 was all about connecting people. It was an interactive space, and I think Web 2.0 is of course a piece of jargon, nobody even knows what it means. If Web 2.0 for you is blogs and wikis, then that is people to people. But that was what the Web was supposed to be all along.

And in fact, you know, this Web 2.0, quote, it means using the standards which have been produced by all these people working on Web 1.0. It means using the document object model, it means for HTML and SVG and so on, it's using HTTP, so it's building stuff using the Web standards, plus Java script of course.

So Web 2.0 for some people it means moving some of the thinking client side so making it more immediate, but the idea of the Web as interaction between people is really what the Web is. That was what it was designed to be as a collaborative space where people can interact.

Now, I really like the idea of people building things in hypertext, the sort of a common hypertext space to explain what the common understanding is and thus capturing all the ideas which led to a given position. I think that's really important. And I think that blogs and wikis are two things which are fun, I think they've taken off partly because they do a lot of the management of the navigation for you and allow you to add content yourself.

But I think there will be a whole lot more things like that to come, different sorts of ways in which people will be able to work together.

The semantic wikis are very interesting. These are wikis in which people can add data and then that data can then be surfaced and sliced and diced using all kinds of different semantic Web tools, so that's why it's exciting the way people, things are going, but I think there are lots of new things in that vein that we have yet to invent."

Saga tölvustudds náms skráð

Margir hafa fylgst með fréttum um nýtt einkaleyfi Blackboard Inc. á grunnþáttum tölvustudds námskerfis sem ég sagði frá fyrir stuttu. Eins og við mátti búast urðu margir mjög ósáttir við það að Blackboard skyldi fá einkaleyfi út á afrakstur fjölda aðila. Fór þá af stað mikil söfnun upplýsinga um sögu tölvustudds náms og er núna búið að skrá mjög ítarlegt sögulegt yfirlit á Wikipedia. Gaman er að bera saman hvernig Wikipedia síðan leit út í byrjun ágúst og hvernig hún lítur út í dag. Eflaust er þetta eitt yfirgripsmesta yfirlit yfir sögu tölvustudds náms sem hefur verið skráð.

Úthýsing rannsókna sem tekjulind og þróunaraðstoð

Í nýjasta hefti Newsweek International Edition (21-28.08.2006) er talað um topp háskóla í heiminum og alþjóðavæðingu þeirra. Meðal greinanna er ein eftir Tony Blair þar sem hann fjallar um vanda margra Evrópskra háskóla og lagalega heimild þeirra til að innheimta skólagjöld. Þá fór ég að hugsa um hvernig háskólar geta annars skapað sér tekjur. Ein hugmyndin er að demba sér í "outsourcing" (úthýsing?) æði nútímans. Í bók sinni The World is Flat talar Friedman um flókin úthýsingarsambönd sem hafa orðið til. T.d. ef við hugsum okkur hvernig tölvuleikir verða til:

1. Fyrirtæki í Bandaríkjunum fær hugmynd fyrir leik

2. Þeir úthýsa sköpun karaktera í leikinn til fyrirtækis í Skotlandi

3. Skotarnir úthýsa teikningu karakterana til Eistlands

4. Eistarnir úthýsa gerð 3-víddar módela til Rússlands

5. Í millitíðinni hafa Bandaríkjamennirnir úthýst allri forritun til Indlands

...o.s.frv.

 Ég fór að spyrja sjálfan mig hvort ekki væri hægt að gera það sama með rannsóknir þær sem fara að miklu leyti fram í háskólum og/eða háskólastofnunum og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri alls ekki vitlaust. Háskóli Íslands ætti að byrja sem fyrst að taka saman upplýsingar um rannsóknarsvið sem væri hægt að markaðsetja sem sérsvið hans á alþjóðavísu og taka laun fyrir að vinna rannsóknirnar. Þetta gætu verið allt frá flóknum rannsóknum sem þarfnast mikla sérþekkingu og reynslu - t.d. á sviða jarðvísinda, auðlinda - eða bara einfalda gagnavinnslu sem stúdentar gætu unnið að miklu leyti. Þetta er auðvitað gert að einhverju leyti nú þegar - en það er spurning hvort það megi þróa þetta meira í viðskiptalegum tilgangi. Svo vakna spurningar um "academic integrity" og allt það - en ég held að þetta sé bara útfærsluatriði - það eru hlutir sem hægt væri að gera með þessum hætti og aðrir sem ekki væri hagt að gera. Auðvitað væri þetta ekki raunhæf hugmynd ef við hefðum ekki upplýsingatæknina sem við höfum í dag. Þetta er bara spurning um að geta sent gögn fram og tilbaka og ef það er eitt sem tölvur geta og geta gert vel er að senda gögn fram og tilbaka. Svo datt mér líka í hug að þetta gæti orðið raunhæf aðferð fyrir þróunaraðstoð sem er í takt við hnattvædda þekkingarsamfélagið. Úthýsa gagnavinnslu til háskóla í þróunarlöndum til að gefa þeim tækifæri til að efla þekkingu sína og tengsl við alþjóðlega háskólasamfélagið.

Eins og með svo margar góðar hugmyndir komst ég að því eftir á að ég var ekki fyrstur - UK to outsource research to India. Það er ekki þar með sagt að þetta sé ónothæf hugmynd - við þurfum bara að hafa hraðann á. Ég er ennþá að bíða eftir að einhver sponsori ferð fyrir mig til Indlands...


Fáránleg einkaleyfi í hugbúnaðargeiranum

Það er búið að vera afar rólegt hér á tækinu allt of lengi. En svo gerist alltaf eitthvað sem böggar mann til að blogga. Nú eru það einkaréttamálin, en þau hafa verið mikið rædd í tengslum við netið og hugbúnað í langan tíma. Nægir að nefna dæmi eins og SCO vs. Linux, tilraunir British Telecom til að rukka vegna einkaleyfis á veftenglum og tilraunir Eolas til að eigna sér réttinn á hvers kyns viðbótum við vefrápara. Nú hefur enn eitt fáránlega einkaréttamálið bæst við því Blackboard sem framleiðir og selur hugbúnað til menntastofnana, t.d. WebCT og Blackboard, hafa fengið einkaleyfi út á ýmsar "uppfinningar" varðandi hugbúnað til notkunnar í menntastarfi. En málið er að hugbúnaðurinn sem Blackboard selur er bara samansafn af hugbúnaði og aðferðum sem hafa verið til lengi og notuð í menntastarfi og ýmsu öðru starfi. Á vefnum -No Education Patents- er að finna upplýsingar um þetta mál, m.a. þýðingu á einkaleyfinu á hvers-dags ensku. En stóra spurningin í þessum málum er, við hvern er að sakast - eru það fyrirtækin sem sækja um og fá þessi innihaldslausu og staðhæfulausu einkaleyfi (auðvitað eiga þeir einhverja sök), eða eru það einkaleyfastofurnar sem samþykkja þennan hálfvitaskap? Það er ljóst að það þarf að fara að endurskoða einkaleyfamálin í ljósi breyttra aðstæðna, en þó það verði gert (og það er víða verið að gera það), hvað verður um þessi gömlu leyfi? Á bara að ógilda fjölda einkaleyfa á einu bretti? Og ef þessir aðilar sem sjá um að gefa út einkaleyfi hafa ekki tíma til að ganga úr skugga um að einkaleyfi eigi rétt á sér, hafa þeir þá tíma til að fara oní saumanna á þessum geigvænlega fjölda einkaleyfa sem hafa verið gefinn út á undanförnum áratugum?

YouOS: Vefrænt stýrikerfi

YouOS er "stýrkerfi" sem keyrir í vefrápara. Það er nú kannski ekki beint stýrikerfi í orðsins fyllstu merkingu þar sem það er ekki að "stýra" búnaðinum í tölvunni. En þetta er myndrænt viðmót sem býður upp á aðgang að skjalakerfi og ýmsum forritum. Ég man eftir að hafa rekist á þetta fyrir nokkru og þá var þetta ekki nothæft, bara sniðug hugmynd. En svo virðast þeir hafa verið duglegir sem standa að baki verkefninu því þeir eru komnir með útgáfu sem má prófa. Ég prófaði í Safari á makkanum mínum og gat keyrt þetta upp og prófað nokkur forrit. Ekki virkaði allt sem skyldi og ráparinn drap á sér á endanum en ég var hrifinn af því sem gekk. Ég prófaði líka með Firefox (v. 1.5.0.1) en af einhverjum ástæðum lenti ég alltaf aftur á heimasíðunni þegar ég reyndi að keyra prufuna á stýrikerfinu (þyrfti kannski að uppfæra Firefox og prófa aftur). En mér finnst þetta samt skemmtilegt framtak og maður getur vel hugsað sér hvernig þetta gæti nýst í framtíðinni. T.d. að setja upp eldri tölvu, eða einfalda og ódýra, með algjörlega strípað stýrikerfi, bara sem þarf til að fara á netið og keyra rápara. Og hugsa sér svo að nota þetta með forritum Google... Maður er nánast kominn með allt sem þarf.

Fékk eitt Internet sent heim. Það kemur víst í túpu.

Eins og ég hef sagt frá áður , finnst sumum netþjónustuaðilum í USA að þeir eigi að mega láta upplýsingaveitur borga fyrir forgang um netið. T.d. að netþjónustuaðili fær greiðslu frá Yahoo til að tryggja að kúnnar viðkomandi netþjónustuaðila fái upp síður Yahoo fljótar en t.d. Google. Nú er verið að afgreiða ný fjarskiptalög í USA og hafa þeir sem vilja tryggja að netþjónustuaðilar geti ekki farið að mismuna aðilum með þessum hætti reynt að fá samþykkt ákvæði sem tryggir að netið verði hlutlaust, þ.e.a.s. að allir hafi jafnan aðgang og séu jafnir á netinu. Fyrir nokkru fór þetta fyrir Senate (önnur þingdeildin þar ytra) og var ákvæðinu hafnað. Ted Stevens frá Alaska, sem hefur setið á þinginu í næstum 40 ár, var einn þeirra sem var á móti því að ákvæðið kæmist í lögin. Nýlega var hann spurður af hverju hann hafnaði ákvæðinu. Hann hefði betur átt að segja sem minnst. En það gat hann ekki, verandi svona mikilvægur og virtur pólitíkus í USA. Hann lét ekki nægja að segja hvers vegna hann var á móti heldur þurfti hann líka að útskýra hvernig netið virkar og þessi maður veit sko hvernig það virkar eins og sést bersýnilega af ummælum hans hér fyrir neðan! Að svona menn fái að taka ákvarðanir um netið (það er líka til upptaka af þessu hér):

There's one company now you can sign up and you can get a movie delivered to your house daily by delivery service. Okay. And currently it comes to your house, it gets put in the mail box when you get home and you change your order but you pay for that, right.

But this service isn't going to go through the interent and what you do is you just go to a place on the internet and you order your movie and guess what you can order ten of them delivered to you and the delivery charge is free.

Ten of them streaming across that internet and what happens to your own personal internet?

I just the other day got, an internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday and I just got it yesterday. Why?

Because it got tangled up with all these things going on the internet commercially.

So you want to talk about the consumer? Let's talk about you and me. We use this internet to communicate and we aren't using it for commercial purposes.

We aren't earning anything by going on that internet. Now I'm not saying you have to or you want to discrimnate against those people [...]

The regulatory approach is wrong. Your approach is regulatory in the sense that it says "No one can charge anyone for massively invading this world of the internet". No, I'm not finished. I want people to understand my position, I'm not going to take a lot of time. [?]

They want to deliver vast amounts of information over the internet. And again, the internet is not something you just dump something on. It's not a truck.

It's a series of tubes.

And if you don't understand those tubes can be filled and if they are filled, when you put your message in, it gets in line and its going to be delayed by anyone that puts into that tube enormous amounts of material, enormous amounts of material.

Now we have a separate Department of Defense internet now, did you know that?

Do you know why?

Because they have to have theirs delivered immediately. They can't afford getting delayed by other people.

[...]

Now I think these people are arguing whether they should be able to dump all that stuff on the internet ought to consider if they should develop a system themselves.

Maybe there is a place for a commercial net but it's not using what consumers use every day.

It's not using the messaging service that is essential to small businesses, to our operation of families.

The whole concept is that we should not go into this until someone shows that there is something that has been done that really is a viloation of net neutraility that hits you and me.

Mönnum er ekki treystandi í umferðinni.

Fimm ára dóttir mín spurði mig um daginn hvenær hún fengi að læra á bíl. Ég sagði henni að hún myndi sennilega aldrei læra að keyra bíl. Áður en til þess kæmi væri líklega (vonandi) búið að gera bíla fullkomlega sjálfvirka þannig að hún myndi bara setjast upp í, segja hvert hún væri að fara og fá sér síðan blund. Enda á ekki að treysta mönnum fyrir svona öflugum farartækjum. Nú er t.d. búið að gera flugvélar og lestar að miklu leyti sjálfvirkar og hefur það sennilega bjargað mörgum mannslífum. Hvers vegna er okkur treyst í bílaumferð þar sem möguleikar á árekstrum og stórslysum eru margfalt fleiri en í flugvél upp í háloftunum? En nú fer kannski að styttast í að breyting verði þar á. Daily Mail í Bretlandi segir frá því að Volkswagen hafi nýlega sýnt bíl sem getur sjálfur brunað um brautir á allt að 240 km/klst. Nota bene, það var ekki búið að forrita brautirnar í hugbúnað bílsins áður eins og hefur verið gert í fyrri tilraunum með sjálfstýrandi bíla.

Hvað er Google að pæla?

Google hefur verið að kaupa upp alls kyns fyrirtæki undanfarin ár og manni finnst þeir kynna nýja þjónustu næstum því daglega. Fyrst var það tölvupóstur, svo gervihnattamyndir, svo hugbúnaður og nú síðast er það vefgreiðsluþjónusta (og þetta er ekki nærri allt). Það er því ekki að furða að margir eru að velta fyrir sér hvert fyrirtækið stefnir eiginlega. Er þetta vefleitarfyrirtæki, netþjónustuaðili, hugbúnaðarfyrirtæki, vefverslun, eða hvað? Svarið hefur reyndar legið á vef Google nokkuð lengi þó það sé ekki beint auðfinnanlegt. Þið sjáið það hér. En í alvörunni, án gríns, er þetta nokkuð svo galið þegar lesið er milli línanna? Horfið svo á þetta (horfið alveg til enda til að sjá framtíðarspár, er bara 8 mínútur). Er þetta ennþá svo galið?

Skömmu eftir að ég skrifa þetta lenti ég óvænt á þessu. Spúkí þegar svona gerist.

[bætt við 03.07.06] Svo rakst ég á þetta í dag: Google's online empire.

Ódýrar tölvur fyrir skólakrakka

Ég hef skrifað áður um "One Laptop per Child" verkefni Nicholas Negroponte og félaga hjá MIT. Þetta er s.s. ekki eina verkefnið sem miðar að því að reyna að koma upplýsingatækni í hendur nemenda og skólafólks í þróunarlöndum, en það sem heillar mig við þetta er hvað það er vel úthugsað. Markmið verkefnisins er ekki bara að skaffa skólabörnum tölvu heldur líka að samræma menntun í þessum löndum þörfum nútímasamfélags. Í stórum dráttum þýðir það að tölvurnar nýta nettækni til hins ýtrasta og hvetja notendur til að tileinka sér venjur sem koma þeim að góðu í hnattvæddu þekkingarsamfélagi. Hér er mjög athyglisverð grein sem maður skrifaði eftir að hafa heimsótt höfuðstöðvar verkefnisins. Meðal annars fékk hann að meðhöndla nýjustu frumgerð tölvunnar og að kynna sér hugbúnað sem er verið að þróa fyrir hana. Mér finnst hún flott:
Mynd af $100 tölvunni
Takið sérstaklega eftir umfjölluninni um Logowiki hugbúnaðinn. Logowiki byggir á wiki upplýsingamiðlunarbúnaði og Logo forritunarmálinu sem Seymour Papert og félagar bjuggu til á 7da áratug síðustu aldar og er forritunarmál sérstaklega hannað fyrir skólakrakka (Papert vann líka með Lego í tengslum við forritanlegu Lego Mindstorm leikföngin). Frábær lausn að mínu mati fyrir efnisstýringu í þessum tölvum og lýsing greinarhöfundar algjörlega í takt við mínar skoðanir um notkun upplýsingatækni í skólum (n.b. "user-generated" er lykilhugtakið hér):

"Wikis are important to the architecture of the software for another reason - they're part of the subversive strategy behind the machine. The OLPC team won't have control over what content is loaded onto the laptop in different countries - that's the decision of individual education ministries. But by using wikis as a content management system - rather than, say, a PDF viewer - the team manages to sneak in the idea of user-generated content into schools. Perhaps most textbook pages will be protected in a wiki structure - wiki features like discussion pages will still exist, opening new possibilities for how kids interact with schoolbooks."

Að læra af leikjum

Aldrei þessu vant er CNN með áhugaverða frétt á vefnum sínum í dag um tölvuleiki sem eiga að upplýsa og kenna fólki um raunir þeirra sem þurfa að þola stríð og hungur. Áhugavert að þeir skuli flokka fréttina undir "Fun & Games". Fátt skemmtilegra en að þurfa að flýja heimili undan uppdópuðum morðóðum hermönnum út í eyðimörkinni. Tengist fyrri færslu minni um það hvernig við notum tölvur til að læra.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband