25.3.2010 | 13:13
Ísland enn á niðurleið - staðnandi upplýsingasamfélag
Svíar tæknivæddasta hagkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.2.2010 | 21:25
Rannsóknir í HÍ - meðalmennska eða stefnuleysi?
Jón setur dæmið upp á mjög einfaldan hátt sem miðast alfarið við alþjóðlegt vísindasamfélag og mat þess á gæðum rannsókna. Þetta er s.s. í samræmi við þætti í stefnu HÍ þar sem stefnt er að því að auka veg stofnunarinnar á alþjóðlegum vettvangi. HÍ er þó í mun flóknari stöðu en það því hann hefur líka hlutverki að gegna gagnvart íslensku samfélagi, sem er ekki síður mikilvægt en að koma íslenskum vísindum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi. Öflugt íslenskt vísindasamfélag stuðlar bæði að útbreiðslu nýrrar þekkingar innanlands og endurnýjun innan vísindasamfélagsins. Það er í raun ekki hægt að skilja milli þessara tveggja þátta því öflugt íslenskt vísindasamfélag er mikilvæg forsenda þess að íslensk vísindi séu gjaldgeng á alþjóðlegum vettvangi. Stofnun eins og HÍ þarf því að finna hæfilegt jafnvægi milli þessara tveggja þátta.
Það sem mér finnst í raun vekja meiri furðu en núverandi matskerfi er að hlutverk HÍ gagnvart íslensku vísindasamfélagi virðist að miklu leyti horfið úr stefnuskrám og lögum um starfsemi stofnunarinnar. Þannig er hlutverk HÍ gagnvart íslensku vísindasamfélagi orðið að eins konar óskrifaðri reglu með óskýrum markmiðum. Þá skortir ramma fyrir mat á þessum mikilvæga þætti í starfsemi HÍ og þ.a.l. forsendur fyrir samræmingu við starfsemi gagnvart alþjóðlegu vísindasamfélagi.
Jón vekur athygli á mikilvægum málum en ég held að það sé frekar einhæft að einblína á matskerfið. Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum sem hafa áhrif á HÍ, s.s. aukin alþjóðavæðing háskóla og gífurleg aukning á fjölda námsmanna á öllum stigum. Gagnrýni Jóns undirstrikar að í öllum uslanum við að laga starfsemi HÍ að þessum breyttu aðstæðum hefur sumt gleymst. En þá er ekki viturlegt að ana af stað með enn fleiri illa hugsaðar breytingar sem taka ekki tillit til heildar umgjarðarinnar. Matskerfi á rannsóknarstarfi HÍ þarf að miðast við margþætt hlutverk stofnunarinnar og breytt umhverfi háskólastofnana almennt.
Menntun og skóli | Breytt 21.7.2011 kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 17:42
Raunveruleg breyting?
Bandarískir unglingar draga úr bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2010 | 15:25
Greinar um "one-to-one" tölvunotkun í bandarískum skólum
Í janúar 2010 heftinu af Journal of Technology, Learning, and Assessment (ókeypis á netinu) eru nokkrar greinar um áætlanir í bandarískum skólum þar sem allir nemendur hafa fengið ferðatölvu til nota, s.k. "ein tölva á mann" (e. "one-to-one" eða 1:1) áætlanir. Nokkrar athugasemdir mínar eru hér (á ensku)
Einhverjar hugmyndir um hvað "ubiquitous computing" kallast á íslensku?Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 15:45
Vitleysa Viðskiptaráðs um menntun
Vill 20% samdrátt í launakostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2009 | 17:02
Viðskiptaráð ætti að láta menntamálin eiga sig
Í tillögum sínum um niðurskurð á grunnskólastigi vill Viðskiptaráð að við horfum til Finnlands til að sjá hvernig er hægt að spara. Það er m.a. stungið upp á að bæði verða "bekkir stækkaðir og fleiri nemendur verða um hvern kennara". Hvort ætli sparast meira af því að stækka bekki eða að fleiri nemendur verði um hvern kennara? Ég er ekki að sjá muninn á þessu tvennu. En ég ætla að leyfa mér að líta fram hjá svona smámunum og horfa betur til Finlands, e.o. Viðskiptaráð mælir með. Í raun er mjög lítill munur á bekkjarstærðum milli Finnlands og Íslands. Skv. Education at a Glance 2009 (OECD) munar aðeins um ca. 1 nemanda á hvern kennara milli Finnlands og Íslands. Hugsanlega væri hægt að jafna þetta og þá sparast einhverjir aurar. Mig grunar þó að þessi munur stafi frekar af strjábýli landsins okkar en viðleitni til að hafa litla bekki. Ef svo er þá er um tvennt að velja, að skerða aðgengi að skóla til muna á tilteknum svæðum á landsbyggðinni eða að þjappa meira á höfuðborgarsvæðinu. Hverju er Viðskiptaráð frekar tilbúið að fórna?
Viðskiptaráð stingur líka upp á að grunnskóli verði styttur um eitt ár, úr 10 í 9 (e.o. var í "gamla daga"). Því er haldið fram að þetta sé í samræmi við nágrannalöndin okkar. Ég er ekki alveg viss hvaða "nágrannalönd" er verið að tala um hér því þetta er einfaldlega ekki rétt. Í Noregi og Danmörku er skólaskylda 10 ár. Í Svíþjóð er skyldan 9 ár en yfirvöldum er skylt að bjóða upp á s.k. "forskóla" (sv. förskola) fyrir 6 ára börn. Skráning í forskóla er nánast sú sama og í grunnskóla sem sýnir að þótt skyldan sé 9 ár er raunin 10 ár. Finnland sker sig algjörlega úr. Þar er skólaskyldan 9 ár og skráning á forskólastigum töluvert minni en í grunnskóla (en er að aukast hratt). Yfirvöldum er þó skylt að bjóða upp á forskóla fyrir 6 ára e.o. í Svíþjóð.
Svo er spurning um hver skólaskyldan sé í raun og veru á Íslandi. Eins og ég hef bent á áður er nú þegar búið að stytta grunnskólann sem nemur rúmlega 1,5 ári. Ef við tökum svo eitt ár í viðbót þá er grunnskólinn kominn niður í 7,5 ár miðað við það sem var í upphafi skólaárs 2008.
Hvað er það svo við Finnland sem gerir það svo heillandi að Viðskiptaráð telur að við getum fylgt þeim í blindni? Þeir hafa jú náð mjög aðdáunarverðum árangri í sínum menntamálum e.o. útkomur úr PISA og TIMSS hafa sýnt. Það þarf þó að hafa í huga að þessi árangur Finna er afrakstur þróunnar sem hófst fyrir ca. 30 árum. Þá byrjuðu þeir að vinna markvisst að því að breyta almennu viðhorfi til menntunar og sérstaklega til kennarastéttarinnar. Í dag er kennarastarfið mjög mikils metið og kennarar mjög vel launaðir. Gífurleg samkeppni er um að komast í kennarastéttina og aðeins þeir hæfustu komast að. Menntakröfur til kennara voru auknar og þurfa kennarar núna að ljúka meistaranámi í háskóla (e.o. er nýbyrjað að gera á Íslandi). Líklegast er það út af þessu sem Finnar hafa getað komið sínum menntamálum í það horf sem þau eru nú. Að fylgja Finnum í blindni án þess að huga að þessum undirstöðum væri hreint glapræði.
Tillögur Viðskiptaráðs um niðurskurð í menntamálum eru byggðar á skammsýni, misvísandi upplýsingum, og hreinum misskilningi. Og athugið, ég fór bara í gegnum grunnskólapartinn! Viðskiptaráð hefði vel getað sleppt þessum æfingum við að koma saman svo ónýtu plaggi (þ.e. menntahlutinn) og frekar gefið peninginn sem fór í það til menntamála.
Misráðin stefna í ríkisfjármálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 27.1.2010 kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2009 | 18:36
Allir grunnskólanemendur í opinberum skólum í Úrúgúæ fá ferðatölvu
Það er áhugavert að heildarkostnaður að meðtöldu ferðatölvum, viðhaldi, netsambandi og þjálfun kennara nemur aðeins 5% af heildarfjárútlátum yfirvalda til menntamála. Samt eru fjárútlát yfirvalda í Úrúgúæ töluvert lægri en í mörgum þróuðum löndum.
Til hamingju skólabörn í Úrúgúæ.
15.10.2009 | 13:25
Aðgangur að háhraðaneti lögbundin réttindi í Finnlandi
27.9.2009 | 14:01
Eins og þessi sjóður?
Það er ekki nóg með að þessi sjóður er þegar til en reynslan af honum er hörmuleg. Sjá fyrri skrif mín um Special Climate Change Fund SÞ hér.
Vill sérstakan loftslagssjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2009 | 20:51
Stytting skóladags - ekki nema 1 kennslustund...
Sjáum nú til. 45 mínútur á dag - á hverjum degi. Reiknum þetta áfram. Skv. grunnskólalögum frá 1995 skulu skóladagar vera ekki færri en 170. Síðan bætast við 10 dagar sem samið var um í kjarasamningum 2001. Samtals eru þetta því 180 skóladagar á ári að lágmarki. Styttingin nemur þá 180 kennslustundum á ári (1 kennslustund pr. kennsludag). Ef skóladagurinn er um 6 kennslustundir þá fáum við út að samtals er verið að stytta skólaárið um 30 skóladaga (6/180=30). Grunnskólagangan (1-10 bekkur) styttist því um 300 skóladaga eða rúmlega eitt og hálft skólaár (30 dagar pr. ár *10 ár)!
Og þetta er ekki eini niðurskurðurinn í menntamálum (sjá t.d. um stórfelldan niðurskurð á námsgagnasjóði).
Auðvitað þarf að skera niður í því ástandi sem nú ríkir. Manni finnst nú samt ansi hart gengið að skólastarfinu sem er sennilega með mikilvægastu opinberri þjónustu fyrir enduruppbyggingu íslensks efnahags. Var virkilega ekki hægt að dreifa niðurskurðinum á annan hátt þannig að skólastarf yrði ekki fyrir svo mikilli röskun? Ef einhver umræða átti sér stað um dreifingu niðurskurða þá fór hún framhjá mér.
Menntun og skóli | Breytt 14.12.2013 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)