Okkur vantar framtíðarflokk í íslensk stjórnmál

keep-calm-and-let-s-make-our-future
Ég skipti mér ekki mikið af pólitík hér á Upplýsandi tæki en var að detta í hug: okkur vantar framtíðarflokk í íslensk stjórnmál. Hlutverk framtíðarflokksins er einfalt - hann sér til þess að pólitískar ákvarðanir miðast við væntanlega og æskilega tæknilega og samfélagslega þróun til lengri tíma. Framtíðarflokkurinn sér til þess að stjórnvöld vinni út frá raunhæfri og heillavænlegri framtíðarsýn sem byggir á stöðugu mati á breytingaröflum og áhrifavöldum. Þegar einn flokkur segir “Það kemur ekki til greina að ganga í ESB.”, segir Framtíðarflokkurinn “Hvernig lítur Ísland utan ESB út eftir 20-30 ár?” Þegar einn flokkur segir “Það þarf að stytta skólagönguna.”, segir Framtíðarflokkurinn “Hvernig lítur samþjappaðra skólakerfi út eftir 20-30 ár?”, og svo framvegis.

Framtíðarflokkurinn myndi sjá til þess að framtíðarsýn og viðmið mótast af hlutlausri og vísindalegri umræðu um breytingaröfl sem kunna að hafa áhrif á íslenskt samfélag. Flokkurinn sjálfur er ekkert sérstaklega til hægri, vinstri eða þar á milli, en er meðvitaður um að slíkar hugmyndafræðilegar tiktúrur hafa óneitanlega áhrif á þróun mála til lengri tíma. Þannig yrði tekið tillit til pólitískra strauma og stefna í mótun langtímasýnar eins og aðra þætti sem kunna að hafa áhrif.
 
Virðist vera til vísir af svona stjórnmálaflokki í Ástrálíu (kemur s.s. ekki á óvart - margir merkustu framtíðarfræðingar í dag eru frá Ástralíu).
 
Er ekki einhver sem er meira pólitískt þenkjandi en ég til í að taka við og gera eitthvað úr þessu?

Bloggfærslur 28. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband