Varúð - upplýsingasamfélag í aðsigi!

Það er til fólk hér í Bandaríkjunum sem þykist vita hvernig eigi að tryggja heilbrigt líferni fólks, sérstaklega ungs fólks. Lausnin er einföld - annaðhvort að fjarlægja vandamálið eða að halda fólki frá vandamálinu með öllum tiltækum ráðum. Við sjáum þetta í takmörkun á útivist ungs fólks, bönn á farsímanotkun ungs fólks og takmörkun eða bönn á notkun upplýsingaþjónustu (sérstaklega hina illræmdu MySpace).

Nú hafa einhverjir klárir þingmenn áttað sig á því að á opinberum stofnunum, s.s. bókasöfnum, er fólk að nota "vafasamar" upplýsingaþjónustur eins og MySpace. Því hafa þeir stungið upp á því að setja lög sem banna notkun upplýsingaþjónustu á opinberum stöðum þar sem notendur geta,

"... [búið] til vefsíður eða síður sem innihalda upplýsingar um þá, sem verða aðgengilegar öðrum ... [og sem bjóða upp á] samskiptatæki sem gerir kleift að hafa samskipti við aðra notendur, s.s. samskiptatorg, spjall þjónustur, tölvupóstur, eða skilaboðaþjónustur."


Og hvað er þá eftir? Að skoða vefsíður (sem búið er að samþykkja og hleypa í gegnum síu) og ... umm ... ekkert. En, viti menn, vandamálið er horfið! Er það ekki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband