Samkynhneigðir eru stjörnur!

sk_fani

Páll Vilhjálmsson birti í dag grein á blogginu sínu þar sem hann talar m.a. um "upphafningu samkynhneigðar". Þegar ég les greinina heyri ég þennan týpíska niðrandi tón sem mér finnst einkenna flest skrif hans. Ég fæ á tilfinninguna að Páli finnst samkynhneigðir fá meiri athygli en þeir eiga skilið. Það er ekki oft sem skrif Páls vekja mig sérstaklega til umhugsunar en þetta orðalag sem hann kaus að nota gerði það. Hverjir eru það sem við sem samfélag upphefjum? Það eru þeir sem hafa lagt mikið á sig í lífinu og oft barist á móti ríkjandi straumum til að hafa áhrif á sig, aðra og samfélagið sem heild. Íþróttafólk æfir sig nótt og dag til að byggja upp styrk og þrek til að sigra í sínum keppnisgreinum oft fyrir hönd þjóðarinnar allrar. Listamenn þrauka við erfiðar aðstæður til að koma á framfæri þeirra sýn á heiminum sem við búum í til að við getum orðið betri manneskjur. Vísindamenn, uppfinningamenn, og afreksfólk á hinum ýmsu sviðum leggja mikið á sig til að auka þekkingu okkar, auka þægindi og lina þjáningar þeirra sem minna mega sín. Þetta er fólkið sem við upphefjum.
 
Ef þetta eru kríteríurnar fyrir að fá upphafningu þá veit ég um fáa sem eiga það jafnmikið skilið og samkynhneigðir. Flestir samkynhneigðir hafa þurft að þola það stórann part ævinnar að vera sagt að það sé eitthvað að þeim eða jafnvel að þeir séu eitthvað annað en þeir eru. Ég hugsa að fáir gagnkynhneigðir geta ímyndað sér hversu erfitt er að koma úr felum fyrir sjálfum sér og öðrum þegar nánast allt umhverfið spyrnir á móti. Ég er ekki viss um að ég gæti það en get vel ímyndað mér að það þurfi kjark og styrk sem ég efast um að jafnvel okkar hæfasta fótbolta- og handboltafólk búi yfir.
 
Þannig að ég segi upphefjum samkynhneigða meira og verum stolt af þeim og af okkur fyrir vikið! Þeir eiga það skilið. Samkynhneigðir eru stjörnur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er innilega sammála.Sú var tíðin að ég var ákaflega hommafælinn.Í dag hefur hún runnið af mér,að mestu og ætli það sé ekki bara þroskamerki.Hins vegar finnst mér þessi áhersla á hjónaband vera röng.Auðvitað skil ég það í því felast réttindi.En ég dauðsé eftir því að hafa gift mig og eins konan.Sambandið er ákaflega gott á milli og þarf ekki hjónaband til.Er ekki bara málið að allir sem búa saman eigi að hafa sama rétt hvort sem það er í hjónabandi eða öðrum sambúðarformum.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.8.2013 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband