Bandaríki Bush vs. 'allir hinir'

Það er orðið  ljóst að þetta Alþjóðabankamál snýst ekki lengur bara um Wolfowitz. Þetta er farið snúast mun meira um það hvort Bush stjórnin í Bandaríkjunum hafi nokkuð "cred" orðið á alþjóðavettvangi. Að halda því fram að Wolfowitz geti haldið áfram að stýra Alþjóðabankanum eftir það sem undan er gengið er bara hálfvitaskapur. Hann nýtur ekki trausts alþjóðasamfélagsins, stjórnarnefnda bankans, starfsfólks síns og ekki einu sinni þeirra sem bankanum er ætlað að hjálpa. Þetta snýst bara um þrjósku Bush og hans félaga.

Svo er rétt að benda á nokkrar rangfærslur í þessari frétt. Riza var ekki "flutt á milli deilda innan [bankans]", heldur var hún "lánuð" til State Department (eins konar innanríkisráðuneyti Bandaríkjamanna) til að starfa undir stjórn dóttur Cheneys varaforseta (þvílík tilviljun!). Það er heldur ekki rétt að launahækkun Riza hafi verið óútskýrð. Hins vegar má deila um réttmæti skýringarinnar. Því var haldið fram að það stefndi allt í að hún fengi stöðuhækkun og launahækkun þegar hún var send úr bankanum og að launahækkunin hafi verið eins konar sárabætur vegna þess. En Riza var aðeins ein af níu sem voru nefnd í tengslum við umrædda stöðu. Matsnefnd var búin að lýsa því yfir að hún uppfyllti ekki lágmarkskröfur um menntun og reynslu en sagt hefur verið að skipun hafi "komið að ofan" um að halda hennar nafni á listanum.


mbl.is Bandaríkjastjórn styður Wolfowitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband