Ísland enn á niðurleið - staðnandi upplýsingasamfélag

Árin 2004 og 2005 var Ísland í 2. sæti á Network Readiness listanum og hefur verið á nokkuð stöðugri niðurleið síðan (sjá lista fyrri ára hér). Þetta skýrist að einhverju leyti af því að lönd eins og Hong Kong og Taívan hafa verið að færast upp en er líka vegna breytinga á því hvernig vísitalan er reiknuð. Það þarf samt að hafa í huga að á árunum 2004 og 2005 var meðvituð uppbygging upplýsingasamfélags á Íslandi enn í hámarki. Minni áhersla hefur verið lögð á markvissa uppbyggingu á Íslandi síðan. Þetta sést í upplýsingastefnu yfirvalda síðan 2004 sem hefur verið ómarkvissari og skilað minni árangri en á fyrstu árum 21. aldar (sjá t.d. úttekt á framkvæmd stefnu um upplýsingasamfélagið 2004-07 hér). Því miður virðast íslensk stjórnvöld ekki átta sig fyllilega á því hvernig upplýsingasamfélaginu er háttað og hafa þ.a.l. leyft sér að líta svo á að uppbygging þess hafi verið afmarkað tímabundið verkefni. Eftirfylgnin hefur að mestu gleymst og það er farið að sjást glögglega á Network Readiness listanum.
mbl.is Svíar tæknivæddasta hagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svíþjóð  tæknivæddasta þjóðfélagið?  Öllu má nú nafn gefa. Að lifa í Svíþjóð er að lifa éins og í Sovét og Austur Þýskalandi á sínum tíma og er sjálfsagt enn.

Allir vita allt um þig.  Hvar þú ert í politík ,hvar þú verslar hvenær þú sækir kvikmyndahús, hernig kvikmyndir þú aðhyllist .  Hvort þú ert hommi eða lesbía, þótt sjálur viljir halda því leyndu. Svona er endalaust hægt að reikna  svíanna út.   Enn þegar að kemur að þessum innfluttu  svíum(skeggjuðu einstæðu börnunum) sem koma núna í kippum.  Þá er ekkert athugað ekki einu sinni heilsan.  Enda fjölgar syfilis og öllu öðru ógeði hröðum skrefum.  Svo ég ráðlegg öllum sem ætla að flytja til Svíþjóðar með börn. Látið bólusetja þau eins og ´þið væruð að flytja til svörtustu Afríku, og gott betur.

J.þ.A (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

J.þ.A: Þú virðist hafa mjög athyglisverða reynslu af svíum, en hvað hefur þetta allt með stöðu SV á lista WEF og það sem ég er að tala um hér að gera?

Tryggvi Thayer, 27.3.2010 kl. 00:09

3 identicon

Ég tek eftir að margar af þjóðunum sem hafa verið mjög ofarlega á listanum síðustu árin, hafa núna fengið reiknuð lægri stig eins og Ísland. Meira að segja efsta landið Svíþjóð, fékk umtalsvert lægri stig í ár en áður.

rustrabvkov (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 11:25

4 Smámynd: Tryggvi Thayer

rustrabvkov: Það ætti ekki að koma á óvart að stigagjöf breytist ár frá ári. Network Readiness vísitalan er í stöðugri þróun. Þannig að það er eiginlega ekki hægt að bera saman stig ár frá ári heldur bara stöðu landa gagnvart öðrum löndum á listanum. Þau gögn sem eru til hverju sinni og þykja viðeigandi eru notuð. Reikningsaðferðin breytist líka ár frá ári. Þegar Ísland var #2 á listanum 2004 var það með 1,66 stig. Þá var reiknaður mínus líka. Lægsta landið á listanum þá var Chad með -1,69 (meira í mínus en Ísland var í plús!).

Tryggvi Thayer, 27.3.2010 kl. 14:00

5 identicon

Takk fyrir þetta Tryggvi,

ég var nefnilega ekki alveg viss með reiknings aðferðina alveg síðustu ár og hvernig breyting á henni, ár frá ári yfir sama tímabil hefur haft áhrif á samanburðinn. Ég sá þó að meirháttar breyting varð á þessu, á því tímabili sem þú nefndir, en ég miðaði þó ekki við hana í fyrri athugasemd, heldur einungis síðustu ár.

Það sem ég hafði í huga, en var ekki viss um, var hvort að efnahagslægðin hefði áhrif á þætti þá sem liggja til grundvallar vísitölunni og hvernig þá. Mér sýnist að það séu þættir sem gætu haft áhrif þar á og snúa einmitt að viðskipta umhverfinu til að mynda og það er alveg ljóst að það er heljarinnar áfall því tengdu á Íslandi og viðamiklar breytingar og hamlanir sem hafa verið gerðar á meðan.

Það er spurning hvort að þessir breytingar hafi ekki haft neikvæð áhrif á stigagjöf fyrir ákveðna viðskipta tengda þætti til að mynda, sem felast í dæminu  og liggja til grundvallar vísitölunni og dragi hana þannig niður.

rustrabvkov (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 21:02

6 Smámynd: Tryggvi Thayer

Efnahagslægðin sjálf ætti ekki að hafa mikil áhrif á stöðu Íslands eða annarra landa á listanum. Hins vegar geta lagabreytingar og reglugerðir sem hafa komið í kjölfarið haft smávægileg áhrif og það er ekki ólíklegt að það hafi einhver áhrif á stöðu Íslands á listanum þetta árið. Í kafla 4. í skýrslunni er farið yfir hvaða þætti eru hafðir til hliðsjónar þegar stigin eru reiknuð ("Technical Notes and Sources"). Þar kemur fram að hlutir e.o. framlög til menntamála og skattalöggjöf hafa áhrif. Breytingar á þessum þáttum á Íslandi hafa ábyggilega áhrif á stöðu landsins þetta árið. Aðrir þættir e.o. fjöldi síma, farsíma, nettenginga, o.s.frv. hafa sennilega lítið breyst.

Tryggvi Thayer, 27.3.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband