Innleiðing frjálss hugbúnaðar í framhaldsskólum

Það er mjög ánægjulegt að heyra að skólar landsins eru loksins að auka notkun á frjálsum hugbúnaði. Frjáls hugbúnaður hefur marga kosti fram yfir sérleyfishugbúnað, t.d.:
  • hann er ódýrari - hugbúnaðurinn kostar ekkert og það eru engin leyfisgjöld
  • hann er sveigjanlegri - notendur hafa frjálsan aðgang að tölvukóðanum og geta breytt honum að vild
  • hann er öruggari - frjáls aðgangur að kóða eykur gegnsæi og villur finnast fljótt og eru fyrr lagaðar

Þrátt fyrir að þetta eru jákvæð skref er í raun ótrúlegt hvað það hefur tekið langan tíma fyrir skólafólk að viðurkenna frjálsan hugbúnað sem raunhæfan valmöguleika. Það kemur þó ekki mikið á óvart miðað hvernig umræðunni um notkun frjáls hugbúnaðar í skólum var háttað fyrir 5-10 árum (t.d. að láta aðila sem byggir afkomu sína á sérleyfishugbúnaði að framkvæma "mat" á frjálsum hugbúnaði - á hér sérstaklega við (ó)fræga skýrslu sem Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, vann fyrir menntamálaráðuneytið fyrir ca. 8 árum).

Það væri áhugavert að vita hvaða hugbúnað er verið að nota í þessum skólum. Nú er svo komið að það er hægt að fá frjálsan hugbúnað til að framkvæma vel flest það sem sérleyfishugbúnaður hefur verið notaður í til þessa. Bendi sérstaklega á vefinn OSALT.COM þar sem auðvelt er að finna frjálsan hugbúnað sem kemur í stað sérleyfishugbúnaðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband